Mögulega vísindaveiðar á hnúfubak

Hnúfubakur er talinn djartækur afræningi loðnustofnsins en ekki er vitað …
Hnúfubakur er talinn djartækur afræningi loðnustofnsins en ekki er vitað hve mikið hann étur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til skoðunar er að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem mælir fyrir um að hafist verði handa við að rannsaka afrán hnúfubaks á loðnustofninum á Íslandsmiðum, þar á meðal að skoða mögulegar vísindaveiðar, ef það er það sem þarf til að afla nauðsynlegra upplýsinga um hvað er að gerast í mikilvægustu nytjastofnum á Íslandsmiðum.

Þetta segir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann á að loðnan sé gríðarlega mikilvægur nytjastofn fyrir íslenskt þjóðarbú, en loðna er ein aðalfæða hnúfubaks.

„Það þarf að kalla eftir upplýsingum um hvað stjórnvöld eru að gera í málinu og hvaða upplýsingum þau búa yfir,“ segir hann. Þau verði að átta sig á því hvað hnúfubakurinn er að éta og hver áhrif hans séu á afkomu nytjastofna á Íslandsmiðum, einkum loðnu.

„Þegar sterkar vísbendingar eru um mikil áhrif af stækkandi stofni hnúfubaks á einn af mikilvægustu nytjastofnum okkar verðum við að gera allt til þess að afla okkur upplýsinga um þessi áhrif, hvort heldur er með vísindaveiðum á hnúfubak eða með öðrum hætti. Það er augljóst,“ segir Vilhjálmur.

„Loðnan er gríðarlega mikilvæg í auðlindanýtingu okkar og við þurfum að átta okkur á því hvað hnúfubaksstofninn hefur stækkað mikið,“ segir Jens Garðar Helgason, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Afla þurfi þekkingar á því.

„Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður að setja fjármuni í rannsóknir á hnúfubak til að fá vitneskju um hver fæðusamsetningin er og það verður að gera í samráði við Hafrannsóknastofnun, hvort sem við tökum nokkur dýr til rannsóknar eða tökum húðsýni,“ segir hann.

Jens Garðar segir tugmilljarða hagsmuni í húfi í útflutningsverðmætum á loðnu.

„Ég horfi út um gluggann hjá mér á uppsjávarveiðiskipin Jón Kjartansson og Aðalstein Jónsson sem liggja í höfninni hér á Eskifirði, en ættu nú að vera á loðnu ef allt væri eðlilegt,“ segir hann.

„Það er alveg ljóst að fjölgun hnúfubaks hefur áhrif á afrakstur loðnustofnsins í það minnsta, en hversu mikið er svo önnur spurning,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.230 kg
Samtals 2.230 kg
22.3.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.027 kg
Þorskur 507 kg
Keila 96 kg
Steinbítur 88 kg
Karfi 14 kg
Samtals 1.732 kg
22.3.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Þorskur 71 kg
Grásleppa 50 kg
Samtals 121 kg
22.3.25 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 2.292 kg
Samtals 2.292 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.230 kg
Samtals 2.230 kg
22.3.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.027 kg
Þorskur 507 kg
Keila 96 kg
Steinbítur 88 kg
Karfi 14 kg
Samtals 1.732 kg
22.3.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Þorskur 71 kg
Grásleppa 50 kg
Samtals 121 kg
22.3.25 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 2.292 kg
Samtals 2.292 kg

Skoða allar landanir »