Ákærur ólíklegar að mati dómara

Dómari í Namibíu segir fátt benda til þess að yfirmenn …
Dómari í Namibíu segir fátt benda til þess að yfirmenn Samherja verði ákærðir á næstunni. mbl.is

Dómarinn Orben Sibeya við landsrétt Namibíu (High Court) hafnaði á mánudag beiðni Martha Imalwa saksóknara um kyrrsetningu eigna sex félaga í íslenskri eigu í tengslum við Namibíumálið svokallaða sem snúist hefur um meintar mútugreiðslur Samherja í landinu gegn því að félagið fékk veiðiheimildir í hrossamakríl. Vísaði dómarinn til þess að saksóknari hafi ekki sýnt fram á nægar líkur á að þrír Íslendingar – sem tengjast félögunum sex – verði ákærðir.

Til þess að kyrrsetning eigna verði heimiluð þarf ákæruvaldið að sýna fram á að hinir grunuðu verði ákærðir í Namibíu og að líklegt sé að eignirnar verði með dómi gerðar upptækar vegna sakfellingar hinna ákærðu.

Fram kemur í umfjöllun The Namibian að Imalwa hafi á grundvelli löggjafar um skipulagða glæpastarfsemi farið fram á kyrrsetningu eigna félaganna Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood, Heinaste Investments Namibia, Saga Investments og Esja Investment sem tengdust rekstri Samherja í Namibíu, vegna væntanlegra ákæra á hendur yfrimanna Samherja – þeirra Aðalsteins Helgasonar, Egils Helga Árnasonar og Ingvars Júlíussonar.

Ákæra ekki yfirvofandi

Árið 2021 beindi dómari við dómstólinn því til saksóknarans, Imalwa, að taka nöfn Íslendinganna þriggja og félaganna sex af málsgögnum þar sem þeir voru ekki staddir í Namibíu og gætu því ekki mætt fyrir dóm.

Imalwa greindi þá dómara frá því að hún myndi fara fram á að Íslendingarnir yrðu framseldir til Namibíu þannig að hægt yrði að ákæra þá í tengslum við málið, en í Namibíu þarf sakborningur að vera viðstaddur til að hægt sé að ákæra viðkomandi.

Dómarinn Sibeya sagði síðastliðinn mánudag langt liðið síðan saksóknari hafi boðað framsal hinna þriggja Íslendinga. „Þar sem er óljóst hvenær framsalsferli myndi hefjast er ekki hægt að segja að Helgason, Árnason og Júlíusson séu að fara að verða ákærðir í Namibíu og að ákæra þeirra sé yfirvofandi.“

Var það því mat Sibeya að Imalwa hafi ekki lagt fyrir dóminn fullnægjandi upplýsingar til að rökstyðja kyrrsetninguna.

Ekkert kemur fram hverjar eignir þessara félaga í dag kunna að vera ef einhverjar.

Íslensk yfirvöld til aðstoðar

Greint var frá því í janúar á síðasta ári að íslenskir rannsakendur og saksóknarar væru í Namibíu til að aðstoða þarlend yfirvöld við að afhjúpa meinta aðkomu Íslendinga og íslenskra fyrirtækja að mögulegum brotum.

Jafnframt var greint frá því að aðstoðarforsætisráðherra Namibíu hafi ferðast til Íslands til að leita samþykkis fyrir framsali yfirmanna Samherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »