„Fegnir að vera lausir við bræluskítinn“

Jóhanna Gísladóttir GK hefur tvisvar landað í Grindavík síðustu daga. …
Jóhanna Gísladóttir GK hefur tvisvar landað í Grindavík síðustu daga. Áhöfnin fagnar því að veðurfarið hafi batnað til muna. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Jón Steinar Sæmundsson

Jóhanna Gísladóttir GK, togari Vísis, landaði fullfermi síðastliðinn laugardag og aftur í gær. Fyrri túrinn hófst rólega en endaði með þokkalegum afla á Eldeyjarbanka, var því haldið þangað strax í síðari túr, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Smári Rúnar Hjálmtýsson var skipstjóri í fyrri veiðiferð en haldið var til veiða frá Skagaströnd, en þar landaði Jóhanna Gísladóttir GK afla síðastliðinn mánudag.

„Það var byrjað út af Vestfjörðum, í grunnkantinum út af Patreksfirði. Þar var aflinn í lagi til að byrja með en minnkaði síðan. Við færðum okkur og reyndum út af Snæfellsnesi en þar var ekkert að hafa. Þá var haldið á Eldeyjarbankann og þar var þokkalegasti afli, góður fiskur – þorskur og karfi. Þegar komið var á Eldeyjarbankann var komið blíðuveður og mikið voru menn fegnir að vera lausir við bræluskítinn sem ríkt hefur,” er haft eftir Smára Rúnari.

Sem fyrr segir landaði togarinn afla sínum í Grindavík á laugardag og hélt til veiða að lokinni löndun, en þá hafði skipstjórinn Einar Ólafur Ágústsson tekið við í brúnni.

„Við héldum beint á Eldeyjarbankann og fylltum skipið á tæpum tveimur sólarhringum. Þarna fékkst þorskur og karfi. Þetta var stuttur túr og það var veitt í algerri blíðu. Við munum halda til veiða strax að löndun lokinni,“ segir Einar um seinni veiðiferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »