Grindavíkurfílingur í vestanátt á Álftanesi

Bræðurnir Eiríkur, Einar og Jón Gauti bíða spenntir eftir því …
Bræðurnir Eiríkur, Einar og Jón Gauti bíða spenntir eftir því að Grindjáni GK verði sjósettur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fyrir margt löngu sagði Grindvíkingurinn Einar Dagbjartsson, flugstjóri hjá Icelandair, að þegar hann hætti að vinna sem atvinnuflugmaður yrði smábátaútgerð lifibrauðið en ekki bara áhugamálið og nú er þetta að raungerast, að því er fram kemur íumfjöllun Morgunblaðsins í vikunni.

Skipstjórinn á strandveiðunum er byrjaður að safna kvóta á Grindjána GK 169 og vill verða kvótakóngur þegar fram í sækir, en hann hefur ásamt Jóni Gauta, bróður sínum og útibússtjóra Olís í Grindavík, stofnað fyrirtækið Fyrir þjóðina ehf. meðal annars í þeim tilgangi að gera út smábát.

„Við fórnum okkur fyrir þjóðina,“ segir Einar um nafn félagsins, en hann verður 65 ára í maí og er í raun hættur að fljúga eftir að hafa verið lengi frá í vetur vegna veikinda.

Eiríkur, þriðji bróðirinn, var með þeim í útgerð Grindjána en þegar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Þorbirni hf. í Grindavík var skipt upp í fyrra missti hann starfið sem útgerðarstjóri fyrirtækisins og ákvað að einhenda sér í smábátaútgerðina. Bræðurnir seldu þorskkvóta sinn og keyptu nýjan bát, sem fékk nafnið Ólafur GK 133. „Eiríkur er með hann og ætlar að ljúka ferlinum sem trillkukarl, en við Jón Gauti verðum með Grindjána og erum byrjaðir að safna kvóta á ný.“

Starfsmenn Trefja í Hafnarfirði hafa gert bátinn upp að undanförnu og m.a. sett í hann nýja vél og stækkað dekkplássið.

Gera út frá Grindavík

Náttúruhamfarir hafa raskað lífi bræðranna eins og annarra Grindvíkinga. Einar hefur til dæmis keypt sér íbúð á Álftanesi og horfir á björtu hliðarnar. „Það jákvæða er að nú bý ég nálægt öllum átta barnabörnunum,“ segir hann. „Það er líka svolítill Grindavíkurfílingur á Álftanesi, jafnvel þaralykt í vestanáttinni.“

Þrátt fyrir ókyrrð og óvissu ætla bræðurnir að halda áfram að gera út frá Grindavík og vera þar með samastað. „Við leyfum næstu ælu að koma upp og byrjum því í Sandgerði en svo verðum við bara í Grindavík,“ staðhæfir Einar.

„Það er lykilatriði enda þarf að fara að rífa þar upp lífið aftur. Mér skilst að allar fjörur hringinn í kringum landið séu fullar af plús átta fiski og við þurfum að vera harðir á strandveiðunum fram í ágúst verði 48 veiðdagar leyfðir. Þá fer ég á bátnum til Hornafjarðar í júlí og klára vertíðina þar.“

Náttúruhamfarirnar hefur raskað lífi Grindvíkinga.
Náttúruhamfarirnar hefur raskað lífi Grindvíkinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar var á strandveiðum þegar hann var í fríi frá fluginu, en nú stefnir í að hann fljúgi einkum lítilli vél, þegar tími gefst til frá veiðunum.

„Við erum nokkur að ganga frá flugskýli og ætlum að vera með flugvél fyrir austan,“ segir hann og vísar til aðstöðu skammt frá Hvolsvelli. Bætir við að menn hætti ekki að leika sér þó árunum fjölgi. „Eini munurinn á drengjum og fullorðnum mönnum er að eftir með aldrinum verða leikföngin dýrari. Við þurfum alltaf að leika okkur og lykilatriði í bátaútgerð okkar er skemmtunin. Svo er ekki verra að geta aðeins drýgt eftirlaunin í leiðinni, þannig að þetta er bara gaman.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 3.762 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 3.876 kg
17.4.25 Björn EA 220 Grásleppunet
Grásleppa 4.093 kg
Samtals 4.093 kg
17.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.192 kg
Þorskur 4.707 kg
Skarkoli 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.117 kg
16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 3.762 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 3.876 kg
17.4.25 Björn EA 220 Grásleppunet
Grásleppa 4.093 kg
Samtals 4.093 kg
17.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.192 kg
Þorskur 4.707 kg
Skarkoli 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.117 kg
16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »