Forstjóri eftirlits sakaður um spillingu

Fiskistofustjóri Líberíu, Emma Glassco, hefur verið vikið úr starfi og …
Fiskistofustjóri Líberíu, Emma Glassco, hefur verið vikið úr starfi og sætir hún nú rannsókn vegna meintrar spillingar. Ljósmynd/Liberian National Fisheries and Aquaculture Authority

Joseph Bokai, forseti Líberíu, hefur vikið Emmu Glassco, forstjóra eftirlitsstofnunar með sjávarútvegi og fiskeldi (National Fisheries and Aquaculture Authority), úr starfi og skipað fyrir að rannsókn verði gerð á störfum hennar eftir að fram hafa komið ásakanir um spillingu.

Ísland hefur átt í samstarfi við stjórnvöld í Líberíu um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda um árabil.

Það var stjórn stofnunarinnar sem hvatti forseta Líberíu til að víkja forstjóranum úr starfi, að því er segir í umfjöllun SeafoodSource. Þá eru starfsmenn stofnunarinnar sagðir hafa um árabil hvatt til þess að störf Glassco verði rannsökuð og hafa fullyrt að hún hafi með ólögmætum hætti sagt fólki upp og ekki greitt þeim laun í samræmi við samninga og reglugerðir.

Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans segir að Glassco hafi verið vikið úr starfi vegna „stjórnunarlegra og fjárhagslegra vankanta og móðgandi hegðunar“.

Þar kemur jafnframt fram að forsetinn hafi hvatt Glassco til að vinna með rannsakendum.

Þróunarverkefni frá 2019

Árið 2019 undirrituðu fulltrúar Íslands og Líberíu samstarfssamning um þróunarsamvinnuverkefni sem styðja sérstaklega við fjórtánda heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna er snýr að sjálfbæri nýtingu sjávarauðlinda og verndun hafsins. Sagði í tilkynningu íslenskra stjórnvalda vegna málsins að Líbería hefði „umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum þeirra.“

Þróunarverkefnin voru undirbúin í samstarfi við Alþjóðabankann og stjórnvöld í Líberíu.

Markmiðið með verkefninu var sagt vera að taka á áskorunum sem tengjast fiskveiðum og virðiskeðju fiskafurða á heildrænan hátt. „Aukin skilvirkni og sjálfbær fiskveiðistjórnun [er] mikilvæg í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga og örva hagvöxt á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar, líkt og drög að stefnu um þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023 leggur áherslu á,“ sagði í tilkynningunni.

Útlistuð verkefni voru bætt vinnsluaðstaða, þar með taldir umhverfisvænir reyk- og þurrkofnar fyrir fiskvinnslu til að bæta gæði, draga úr heilsuspillandi áhrifum reyks á konur, minnka brennslu eldiviðar og auka nýtingu og virði fiskafurða.

Vinna ætti að því að efla innviði í fiskisamfélögum, sérstaklega aðgengi að hreinu vatni og salernis- og hreinlætisaðstöðu, sem bæði bætir heilsufar og stuðlar að betri meðferð afla.

Jafnframt var lagt upp með þjálfun og uppbyggingu getu ráðuneyta og stofnana fyrir skilvirka og sjálfbæra fiskveiðistjórnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 3.762 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 3.876 kg
17.4.25 Björn EA 220 Grásleppunet
Grásleppa 4.093 kg
Samtals 4.093 kg
17.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.192 kg
Þorskur 4.707 kg
Skarkoli 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.117 kg
16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 3.762 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 3.876 kg
17.4.25 Björn EA 220 Grásleppunet
Grásleppa 4.093 kg
Samtals 4.093 kg
17.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.192 kg
Þorskur 4.707 kg
Skarkoli 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.117 kg
16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »