Hugmyndafræðin enn í mikilli sókn

Sjávarútvegur Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, segir sífellt fleiri erlendis …
Sjávarútvegur Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, segir sífellt fleiri erlendis aðhyllast hugmyndafræði um fullnýtingu sjávarafurða. Morgunblaðið/Eggert

Donna Fordyce, framkvæmdastjóri sjávarfangsráðs Skotlands (Seafood Scotland), tilkynnti nýverið að hafin væri vinna við að leita fjármögnunar fyrir stofnun nýsköpunarseturs að íslenskri fyrirmynd, svokallaðs sjávarklasa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fordyce sagði í ávarpi á málþingi um nýsköpun þarlendis slíkan klasa stuðla að aukinni nýtingu sjávarafurða og geta allt að þrefaldað veltu greinarinnar, en hún er í dag um 1,3 milljarðar sterlingspunda sem er jafnvirði 226 milljarða íslenskra króna.

„Með því að vinna saman þvert á fyrirtæki í greininni getum við aukið fæðuöryggi, hvatt til nýsköpunar og mikillar verðmætasköpunar, stuðlað að sjálfbærni í umhverfismálum og laðað að fjármagn og fjárfestingar til að stuðla að efnahagslegri þróun í Skotlandi,“ sagði hún í ræðu sinni.

Mikil tækifæri

„Áhersla okkar á betri nýtingu hefur orðið helsta kveikjan að auknum áhuga á stofnun klasa víða um heim. Nú getum við sýnt fram á að „100% Fish“-verkefni sem við tengjumst í nokkrum heimshlutum eru að skila meiri nýtingu, auknum tekjum og nýjum tækifærum. Klasarnir hvetja til þess að fólk með ólíkan bakgrunn, sem hingað til hefur ekki tengst, vinni verðmæti úr hliðarafurðum,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, í samtali vip Morgunblaðið.

Hann heldur áfram: „Einmitt þess vegna eru Skotar að undirbúa stofnun sjávarklasa. Nýleg skýrsla frá Zero Waste Scotland upplýsir að núverandi markaðsvirði 166.000 tonna af fiskúrgangi í Skotlandi er næstum 22 milljónir punda. Þetta er það sem Donna Fordyce, forstjóri Seafood Scotland, er ákveðin í að takast á við. Fordyce hefur hvatt sjávarútveg í Skotlandi til að koma með í Scottish Ocean Cluster, og stefna að því að þrefalda virði sjávarútvegs landsins.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.25 Sæljón NS 19 Grásleppunet
Grásleppa 593 kg
Þorskur 113 kg
Skarkoli 64 kg
Samtals 770 kg
21.4.25 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.709 kg
Þorskur 27 kg
Steinbítur 20 kg
Skarkoli 20 kg
Samtals 2.776 kg
21.4.25 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 1.220 kg
Skarkoli 78 kg
Þorskur 55 kg
Steinbítur 24 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 1.393 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.25 Sæljón NS 19 Grásleppunet
Grásleppa 593 kg
Þorskur 113 kg
Skarkoli 64 kg
Samtals 770 kg
21.4.25 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.709 kg
Þorskur 27 kg
Steinbítur 20 kg
Skarkoli 20 kg
Samtals 2.776 kg
21.4.25 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 1.220 kg
Skarkoli 78 kg
Þorskur 55 kg
Steinbítur 24 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 1.393 kg

Skoða allar landanir »