Er ólíkt rannsóknarskipum annarra þjóða

Rannsóknaskip Nýja rannsóknaskipið, Þórunn Þórðardóttir, er á heimleið.
Rannsóknaskip Nýja rannsóknaskipið, Þórunn Þórðardóttir, er á heimleið. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Alls kyns smávandamál áttu þátt í því að afhending nýja hafrannsóknaskipsins Þórunnar Þórðardóttur HF-300 tafðist um nokkra mánuði. Smíðin er vönduð, margt áhugavert við hönnunina og prófanir hafa gengið eins og í sögu.

Það kom í hlut Sverris Péturssonar að hafa eftirlit með smíði nýja skipsins og lætur hann vel af dvölinni á Spáni undanfarin misseri. Það er Armon sem sér um smíði Þórunnar Þórðardóttur HF 300 en sama fyrirtæki smíðaði Huldu Björnsdóttur GK 11 í Gijon sem afhent var á síðasta ári og þar á undan Baldvin Njálsson GK 400 sem smíðaður var í Vigo.

Þetta er meðal þess sem fram kom í umfjöllunum sem birtar voru í sérstöku blaði helgað hinu nýju skipi sem dreift var með Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði, en skipið var formlega afhent 12. mars.

Armon er mjög stórt fyrirtæki með starfsstöðvar í nokkrum bæjum á norðurströnd Spánar og var nýja rannsóknarskipið smíðað í stöðinni í Vigo. „Armon heldur úti fimm skipasmíðastöðvum og svo er sjötta einingin sem fæst einungis við plötuskurð fyrir allar skipasmíðastöðvarnar. Hver starfsstöð hefur sína sérhæfingu og eru t.d. tvíbytnur smíðaðar hjá stöðinni í Gijon en rannsóknarskip yfirleitt smíðuð í Vigo“, útskýrir Sverrir og bætir við að rannsóknarskip séu á ýmsa vegu frábrugðin hefðbundnum fiskveiðiskipum.

Oft er smíðin nokkuð flókin og óhefðbundin og er t.d. mjög mikilvægt að rannsóknarskip séu hljóðlát.

Veiði- og vinnslubúnaðurinn um borð þarf að ráða við fjölbreyttan …
Veiði- og vinnslubúnaðurinn um borð þarf að ráða við fjölbreyttan afla. Ljósmynd/Sverrir Pétursson
Ljósmynd/Sverrir Pétursson

Sverrir segir nýja íslenska rannsóknarskipið sérstakt fyrir margra hluta sakir. „Það er óvenjulegt við íslensku rannsóknarskipin, og á við um Þórunni Þórðardóttur, að helmingurinn af skipinu er fullbúinn togari með pokagálga, skutrennu, fiskilúgu, veiðarfærarennum og grandaravindum, og tvær togvindur uppi á flugbrautnum. Aðrar þjóðir þurfa ekki rannsóknarskip með þessa veiðigetu og eru í staðinn með gálga sem ganga út frá hliðum skipanna til að setja ýmiss konar rannsóknartæki út í sjó.“

Nýja skipið er líka óvenjulegt að því leyti að vera með fellikjöl sem festa má mæli- og rannsóknarbúnað við. „Þessi kjölur er um sjö metra hár og þegar hann er dreginn upp gengur hann alveg upp að næstu hæð fyrir neðan brúna. Þegar kjölurinn er uppi er hægt að komast undir hann og skipta um botnstykki neðan á honum, og þegar kjölurinn er í neðstu stöðu stendur hann um 4 metra niður fyrir botn skipsins.“

Umfjöllunina má má lesa í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 3.087 kg
Þorskur 62 kg
Skarkoli 15 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 3.172 kg
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 4.178 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 20 kg
Samtals 4.226 kg
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.029 kg
Samtals 1.029 kg
26.4.25 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 98 kg
Þorskur 51 kg
Samtals 149 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 510,19 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 354,96 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 199,39 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,90 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 3.087 kg
Þorskur 62 kg
Skarkoli 15 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 3.172 kg
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 4.178 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 20 kg
Samtals 4.226 kg
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.029 kg
Samtals 1.029 kg
26.4.25 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 98 kg
Þorskur 51 kg
Samtals 149 kg

Skoða allar landanir »

Loka