Slippurinn Akureyri vinnur nú að smíði nýs vinnsludekks fyrir fiskiskipið Hildi SH 777, sem er í eigu Hraðfrystihúss Hellissands hf. Fram kemur í færslu á vef Slippsins að smíði búnaðarins er á lokametrunum og fljótlega verði hafist handa við uppsetningu búnaðarins um borð í skipinu.
„Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska,“ segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna.“
Hildur SH 777, sem var smíðuð í Danmörku árið 2019, er 33,25 metra löng og 9,4 metra breið. Skipið er sérhannað fyrir bæði tog- og dragnótaveiðar og gegnir lykilhlutverki í bolfiskveiðum útgerðarinnar.
Örvar Ólafsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Hellissands, segir miklar vonir bundnar við nýja vinnsludekkið. „Við búumst við góðri aukningu í afköstum og betri nýtingu aflans. Samstarfið við Slippinn Akureyri hefur gengið afar vel og við hlökkum til að hefja veiðar með nýjum vinnslubúnaði.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.4.25 | 510,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.4.25 | 647,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.4.25 | 354,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.4.25 | 396,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.4.25 | 199,39 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.4.25 | 273,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.4.25 | 211,90 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 3.087 kg |
Þorskur | 62 kg |
Skarkoli | 15 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Samtals | 3.172 kg |
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 4.178 kg |
Þorskur | 28 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Samtals | 4.226 kg |
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.029 kg |
Samtals | 1.029 kg |
26.4.25 Simma ST 7 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 98 kg |
Þorskur | 51 kg |
Samtals | 149 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.4.25 | 510,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.4.25 | 647,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.4.25 | 354,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.4.25 | 396,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.4.25 | 199,39 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.4.25 | 273,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.4.25 | 211,90 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 3.087 kg |
Þorskur | 62 kg |
Skarkoli | 15 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Samtals | 3.172 kg |
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 4.178 kg |
Þorskur | 28 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Samtals | 4.226 kg |
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.029 kg |
Samtals | 1.029 kg |
26.4.25 Simma ST 7 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 98 kg |
Þorskur | 51 kg |
Samtals | 149 kg |