Verðsamráð risanna enn til rannsóknar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði sex laxeldisfélaga …
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði sex laxeldisfélaga sem samanlagt framleiða um 80% alls lax í heiminum enn til rannsóknar. mbl.is/Alexander

„Það er enginn skilgreindur frestur í lögum fyrir framkvæmdastjórnina til að ljúka rannsóknum á samkeppnishamlandi hegðun,“ segir í svari framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við fyrirspurn 200 mílna um framgang rannsóknar á meintu verðsamráði sex norskra laxeldisfélaga.

Tilkynnt var um það í janúar í fyrra að laxeldisfélögin Cermaq, Grieg Seafood, Bremnes, Lerøy, Mowi og SalMar væru grunuð um að hafa stundað ólöglegt verðsamráð við sölu á ferskum laxi á árunum 2011 og 2019.

„Tímalengd rannsóknar á samkeppnismálum fer eftir ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustig máls, í hversu samvinnufús félög eru gagnvart framkvæmdastjórninni og hve mikið rétti til varnar er beitt,“ segir framkvæmdastjórnin í svari sínu.

Margra ára rannsókn

Málið hefur verið lengi til rannsóknar og má rekja upphaf þess til febrúar 2019 er framkvæmdastjórnin tilkynnti að fyrirvaralaus skoðun á viðskiptaháttum laxeldisfyrirtækja hafi átt sér stað.

Ekkert fréttist af málinu fyrr en á síðasta ári þegar fyrrnefnd tilkynning frá janúar 2024 var gefin út um að laxeldisfélögin höfðu verið upplýst um að þau væru grunuð um brot á samkeppnislögum Evrópusambandsins og bent var á þá þætti sem taldir voru fela í sér brot. Félögin höfðu 12. júní í fyrra skilað inn athugasemdum sínum og svörum við þeim ásökunum sem þau sæta.

Funduðu síðan fulltrúar framkvæmdastjórnarinnar með fulltrúum laxeldisfélagana 17. til 20. september síðastliðinn, en ekkert hefur fengist upplýst um hver næstu skref framkvæmdatsjórnarinnar verður í málinu eða hvenær niðurstöðu er að vænta.

Félögin sex framleiða um 80% af öllum laxi í heimi og eiga yfir höfði sér sekt sem nemur allt að 10% af veltu þeirra á heimsvísu. Samanlögð velta þeirra nam árið 2022 rúmlega 1.923 milljarða íslenskra króna og hljóta þau hámarkssekt gæti hún numið hátt um 192 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.25 Breki VE 61 Botnvarpa
Langa 1.397 kg
Ýsa 650 kg
Steinbítur 205 kg
Samtals 2.252 kg
20.4.25 Jaki EA 15 Grásleppunet
Grásleppa 3.831 kg
Samtals 3.831 kg
19.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 1.482 kg
Þorskur 64 kg
Skarkoli 18 kg
Rauðmagi 5 kg
Samtals 1.569 kg
19.4.25 Sæljón NS 19 Grásleppunet
Grásleppa 1.404 kg
Skarkoli 134 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 1.595 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.25 Breki VE 61 Botnvarpa
Langa 1.397 kg
Ýsa 650 kg
Steinbítur 205 kg
Samtals 2.252 kg
20.4.25 Jaki EA 15 Grásleppunet
Grásleppa 3.831 kg
Samtals 3.831 kg
19.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet
Grásleppa 1.482 kg
Þorskur 64 kg
Skarkoli 18 kg
Rauðmagi 5 kg
Samtals 1.569 kg
19.4.25 Sæljón NS 19 Grásleppunet
Grásleppa 1.404 kg
Skarkoli 134 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 1.595 kg

Skoða allar landanir »