„Hvað með sjómenn?“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbll.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst mjög athyglisvert að nú sé það komið fram sem staðfesting af hálfu stjórnvalda að verð á uppsjávarafla er búið að vera kolrangt á Íslandi og íslenskir sjómenn hafa liðið fyrir það,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is.

Vísar Vilhjálmur til þess að ríkisstjórnin ætli að miða við verð upp­sjáv­ar­teg­unda á fisk­mörkuðum í Nor­egi. 

Hann segir verð á uppsjávarafla til íslenskra sjómanna ekki hafa endurspeglað hið raunverulega og rétta markaðsverð.

„Mitt mat er að eftir að stjórnvöld hafa komist að þessari niðurstöðu, að verð á uppsjávarafla sé alls ekki að endurspegla rétt markaðsverð þá kalli það á að skipuð verði nefnd af hálfu Alþingis sem rannsaki hversu mikið er búið að stela af íslenskum sjómönnum á liðnum árum og áratugum í ljósi þessara staðreynda,“ ritaði Vilhjálmur m.a. á Facebook um málið.

Snertir einnig samfélögin

Vilhjálmur segir að nú ætli löggjafinn að tryggja sig og beita löggjafarvaldinu þannig að þetta miðist við markaðsverð.

„Því spyr ég mig, hvað með sjómenn? Fjármálaráðherra segir á blaðamannafundinum, rétt skal vera rétt. Því spyr ég fyrir hönd sjómanna, á ekki rétt að vera rétt hvað varðar verð til sjómanna?“

Segir Vilhjálmur rétt að hafa það hugfast að þegar ekki séu greidd rétt verð miðað við markaðsverð verði ekki bara sjómenn af umtalsverðum tekjum heldur líka sveitarfélögin.

Leitast við að greiða hæsta verð

Vilhjálmur segir að stjórnvöld hafi staðfest að verð á uppsjávarafla sé búið að vera kolrangt á Íslandi. Íslenskir sjómenn hafi liðið fyrir það.

Segir hann að ef löggjafinn geti heimilað og tryggt sig og sagt að rétt skuli vera rétt, þá hljóti það sama að gilda gagnvart sjómönnum

„Því það stendur í okkar kjarasamningum að ávallt skuli leitast við að hæsta verð sé greitt. Þá er bara spurning hvort löggjafinn tryggi að markaðsverð uppsjávarafla muni gilda til íslenskra sjómanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.25 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.014 kg
Samtals 1.014 kg
21.4.25 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.188 kg
Skarkoli 113 kg
Þorskur 88 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 1.427 kg
21.4.25 Marvin NS 550 Grásleppunet
Grásleppa 761 kg
Þorskur 44 kg
Skarkoli 41 kg
Samtals 846 kg
21.4.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 17.661 kg
Þorskur 297 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 18.009 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.25 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.014 kg
Samtals 1.014 kg
21.4.25 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.188 kg
Skarkoli 113 kg
Þorskur 88 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 1.427 kg
21.4.25 Marvin NS 550 Grásleppunet
Grásleppa 761 kg
Þorskur 44 kg
Skarkoli 41 kg
Samtals 846 kg
21.4.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 17.661 kg
Þorskur 297 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 18.009 kg

Skoða allar landanir »