Norskir ríkisstyrkir hafa áhrif

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Hallur Már

Fjórðungur af hlutafé í stærstu útgerðarfélögum landsins er í eigu lífeyrissjóða og er samanlagt markaðsvirði þessara bréfa um 97 milljarðar króna. Stærsti hlutur lífeyrissjóða er í Brimi hf. þar sem átta lífeyrissjóðir fara samanlagt með 37,43% af hlutafé félagsins.

Ríkisstjórnin sagði í vikunni við kynningu á frumvarpi er snerist um tvöföldun veiðigjalda að markmiðið væri fyrst og fremst að innheimta aukninguna af stærri og fjársterkum útgerðum. Sex samstæður greiddu um helming innheimtra veiðigjalda á síðasta ári og má því ætla að þunginn af fyrirhugaðri hækkun leggist á þessar sömu samstæður.

Óskynsamlegt hjá ríkisstjórn

„Mér finnst þetta óskynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni. Það vantar samtal við greinina og greiningu á afleiðingunum fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og landsbyggðina,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims í samtali við Morgunblaðið.

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að miða veiðigjald uppsjávartegunda við verð á uppboðsmörkuðum í Noregi sæta sérstakri gagnrýni. Þar í landi er stór hluti afla fluttur óunninn úr landi, þar sem landvinnsla er ekki samkeppnishæf vegna launakostnaðar, en hráefniskostnaður hár.

Í Noregi nýtur sjávarútvegur verulegra ríkisstyrkja, en skilið er á milli veiða og vinnslu, sem aftur hefur mikil áhrif á markaðsverð hráefnis. Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum mun sá norski veruleiki hafa bein áhrif á veiðigjöld á Íslandi.

Norðmenn höfnuðu veiðigjaldi

Þegar auðlindagjöld á fiskeldi voru til umræðu í Noregi var því velt upp hvort innleiða ætti auðlindagjald á fiskveiðar. Mat norska ríkisstjórnin það svo að heildarauðlindarenta í norskum sjávarútvegi væri sex milljarðar norskra króna, jafnvirði um 75 milljarða íslenskra króna.

„Að loknu heildarmati hefur ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja ekki auðlindarentu í sjávarútvegi sérstaklega. Ástæða þess er að auðlindarentan skilar sér til sjávarbyggða með umsvifum reksturs og atvinnu,“ sagði í hvítbók norskra stjórnvalda 2023.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.4.25 509,51 kr/kg
Þorskur, slægður 27.4.25 651,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.4.25 357,04 kr/kg
Ýsa, slægð 27.4.25 321,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.4.25 208,06 kr/kg
Ufsi, slægður 27.4.25 246,06 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.4.25 233,81 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.008 kg
Ýsa 1.789 kg
Steinbítur 175 kg
Langa 118 kg
Keila 49 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 4.155 kg
27.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 12.356 kg
Steinbítur 7.379 kg
Ýsa 1.178 kg
Skarkoli 315 kg
Hlýri 91 kg
Langa 23 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 21.353 kg
27.4.25 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 948 kg
Samtals 948 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.4.25 509,51 kr/kg
Þorskur, slægður 27.4.25 651,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.4.25 357,04 kr/kg
Ýsa, slægð 27.4.25 321,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.4.25 208,06 kr/kg
Ufsi, slægður 27.4.25 246,06 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.4.25 233,81 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.008 kg
Ýsa 1.789 kg
Steinbítur 175 kg
Langa 118 kg
Keila 49 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 4.155 kg
27.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 12.356 kg
Steinbítur 7.379 kg
Ýsa 1.178 kg
Skarkoli 315 kg
Hlýri 91 kg
Langa 23 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 21.353 kg
27.4.25 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 948 kg
Samtals 948 kg

Skoða allar landanir »