Segir ákvörðun um veiðigjöld illa undirbúna

Samsett mynd/mbl.is/Karítas/mbl.is/Eyþór

Ákvörðunin að hækka veiðigjöld frá og með janúar á næsta ári er ekki bara umdeild, heldur einnig illa undirbúin og í andstöðu við þau viðmið og lög sem Alþingi hefur sjálft sett um opinber fjármál og vandaða stjórnsýslu.

Þetta sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi fyrirspurn sinni að Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra.

„Hvaða greiningar liggja að baki þessari tvöföldun veiðigjalda sem sýna að ákvörðunin sé í samræmi við lög um opinber fjármál eins og 1. og 6. gr. kveða á um? Og í öðru lagi, fellur ákvörðunin að heildstæðri stefnu stjórnvalda um skattlagningu auðlinda eða er hér einfaldlega verið að bregðast við skammtímatekjuþörf vegna fjárlaga næsta árs?“ spurði Ingibjörg fjármálaráðherrann.

Hissa á fyrirspurninni

Í svari sínu við fyrirspurn Ingibjargar sagðist Daði hissa á fyrirspurninni.

„Þingheimi hlýtur að vera ljóst að lögin sem hér er verið að breyta eru í eðlinu óbreytt, það er að segja að skipting þessa hagnaðar sem Alþingi sjálft ákvað að væri sanngjörn, 33% þjóðarinnar, 67% til útgerðarinnar, er óbreytt,“ sagði Daði.

„Það er með hreinum ólíkindum að halda því fram að hér sé um að ræða einhverja grundvallarbreytingu á stefnu stjórnvalda í því hvernig þessi arður skiptist. Það er einungis verið að leiðrétta fyrir augljósum galla, sem að meira að segja lá fyrir, vegna þess að ég veit ekki betur en að þetta þing eða fyrra þing hafi samþykkt það að ýkja tekjur í uppsjávarveiðum um 10%. Hvaðan komu þau 10%? Af þeirri vitneskju að þetta væri ekki rétt skráð.“

Skattabreyting heillar atvinnugreinar illa undirbúin

Í seinni fyrirspurn sinni sagði Ingibjörg engan fyrirsjáanleika og lítinn sem engan tíma gefinn til samráðs í ákvörðunartökunni. Málið snúist ekki um afstöðu til veiðigjalda sem slíkra heldur um stjórnsýslulega ábyrgð, lagalega skyldu og traust á stefnumörkun stjórnvalda í opinberum fjármálum.

„Það er ekki hægt að sætta sig við breytingu á skattaumhverfi heillar atvinnugreinar sem er svona illa undirbúin. Við höfum lagt áherslu á það að lög um opinber fjármál séu ekki formsatriði heldur skilyrði fyrir ábyrgri stefnumótun og að ráðast í tekjuhækkun með þessum hætti án fullnægjandi áhrifamats er brot á þeirri ábyrgð.

Við höfum áður rætt mikilvægi laga um opinber fjármál sem festu og fyrirsjáanleika en nú blasir við að þau eru virt að vettugi. Því vil ég spyrja hæstv. ráðherra og vona að hann svari spurningu minni, mun ráðherra hæstv. skuldbinda sig til að leggja fram ítarlegt mat á áhrifum breytingarinnar á ólík byggðarlög og fyrirtæki, svo sem litlar útgerðir og þær stærri, sjómenn og aðra hagaðila, og tryggja að Alþingi fái slíkt mat í hendur áður en ákvörðunin tekur gildi?“

„Hvers konar eiginlega fyrirkomulag er það?“

Í seinna svari sínu sagði Daði að eðlilegra væri ef Ingibjörg hefði stillt upp spurningu sinni á eftirfarandi hátt: „Hvernig í ósköpunum datt Alþingi á sínum tíma til hugar að leggja til grundvallar við mat á tekjum tölur sem verða til í innri viðskiptum innan fyrirtækja?“

„Það er að segja skattstofn, sá sem á að greiða skattinn fær að velja sjálfur hvað er stór. Hvers konar eiginlega fyrirkomulag er það? Ég bara skil ekkert í þessari umræðu um ábyrgð hér þegar þetta er sagan,“ bætti Daði við.

„Varðandi það að leggja mat á áhrifin, þá er það þannig að slíkt mat fór fram. Það hefur verið metið hver áhrifin eru á atvinnugreinina og ég vil minna á að í greinum eins og sjávarútvegi, þar sem aðgengi er að takmörkuðum auðlindum, verður til umframhagnaður, að skattleggja hann er skilvirk leið til að afla tekna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.25 482,31 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.25 646,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.25 283,12 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.25 203,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.25 139,90 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.25 229,54 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.25 129,82 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 477 kg
Samtals 477 kg
30.4.25 Ásrún ÍS 6 Grásleppunet
Grásleppa 144 kg
Samtals 144 kg
30.4.25 Siggi Bjartar ÍS 50 Grásleppunet
Grásleppa 542 kg
Þorskur 10 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 554 kg
30.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 113 kg
Keila 104 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.25 482,31 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.25 646,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.25 283,12 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.25 203,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.25 139,90 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.25 229,54 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.25 129,82 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 477 kg
Samtals 477 kg
30.4.25 Ásrún ÍS 6 Grásleppunet
Grásleppa 144 kg
Samtals 144 kg
30.4.25 Siggi Bjartar ÍS 50 Grásleppunet
Grásleppa 542 kg
Þorskur 10 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 554 kg
30.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 113 kg
Keila 104 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »