Gögnum úr ólögmætri veiðiferð SKE eytt

Gögnum sem Samkeppniseftirlitið safnaði með ólögmætum hætti um sjávarútvegsfyrirtæki og …
Gögnum sem Samkeppniseftirlitið safnaði með ólögmætum hætti um sjávarútvegsfyrirtæki og þúsundir einstaklinga hefur verið eytt. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur tilkynnt öllum sjávarútvegs­fyrir­tækjum sem sættu ólögmætri athugun eftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi að gögnum sem safnað var á grundvelli athugunarinnar hafi verið eytt.

Þetta kemur fram í bréfi sem eftir­litið sendi sjávarútvegsfyrir­tækjum og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Málið má rekja til þess að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, ákvað árið 2022 að veita fjármagni til að kortleggja eignatengsl í sjávarútvegi. Var SKE falið verkefnið samkvæmt samningi ráðuneytisins við stofnunina, auk þess sem gert var ráð fyrir samstarfi við Fiskistofu, Skattinn og Seðlabanka Íslands vegna málsins.

Skoðunin var víðtæk og var með bréfi til sjávarútvegsfyrirtækja óskað ítarlegra persónugreinanlegra upplýsinga um alla hluthafa fyrirtækjanna, sem skipta þúsundum einstaklinga.

Brim hf. neitaði að afhenda umræddar upplýsingar árið 2023 og beitti SKE fyrirtækið dagsektum, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi ákvörðun þess efnis úr gildi 19. september 2023 og sagði ekki lögmætt að beita úrræðum stofnunarinnar þegar hún væri ekki að sinna samkeppnismálum heldur verkefnum fyrir matvælaráðuneytið.

Í kjölfar niðurstöðu áfrýjunar­nefndar óskuðu sjávarútvegsfyrirtæki eftir því að fá gögn sem krafist hafði verið á ólögmætum grundvelli til baka eða að þeim yrði eytt úr kerfum SKE. Eftirlitið neitaði hins vegar að afhenda umrædd gögn og dró á langinn að svara útgerðum um málið.

Einu og hálfu ári síðar

SKE sagðist í október 2023 ekki ætla að eyða gögnunum þrátt fyrir beiðni frá frleiri útgerðarfyrirtækjum þess efnis.

Vísaði eftirlitið til ákvæða laga um opinber skjalasöfn um að óheimilt væri að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasafni þeirra aðila sem féllu undir lögin nema með samþykkt þjóðskjalavarðar.

„Að athuguðu máli taldi Samkeppniseftirlitið rétt að óska eftir heimild Þjóðskjalasafns til grisjunar. Við þá ákvörðun horfði eftirlitið til þess að það hafi lýst því yfir að gögnin muni ekki verða nýtt við síðari athuganir,“ segir í bréfinu sem SKE hefur sent útgerðunum og er dagsett 9. apríl 2025.

Fram kemur að SKE hafi ekki óskað eftir heimild til grisjunar fyrr en 19. desember 2024, en heimild til slíks fékkst 30. janúar síðastliðinn. „Þeirri grisjun er nú lokið,“ segir í bréfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 3.762 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 3.876 kg
17.4.25 Björn EA 220 Grásleppunet
Grásleppa 4.093 kg
Samtals 4.093 kg
17.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.192 kg
Þorskur 4.707 kg
Skarkoli 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.117 kg
16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 557,85 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 424,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 3.762 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 3.876 kg
17.4.25 Björn EA 220 Grásleppunet
Grásleppa 4.093 kg
Samtals 4.093 kg
17.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.192 kg
Þorskur 4.707 kg
Skarkoli 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 14.117 kg
16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »