„Sorgartíðindi og högg fyrir nærsamfélagið“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist vera afar svekktur með þau tíðindi að Hvalur hf. hafi tekið þá ákvörðun að stunda engar hvalveiðar í sumar. Hann segir þetta vera mikið högg fyrir félagsmenn sína og nærsamfélagið.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. staðfesti í samtali við mbl.is í gær að engar hvalveiðar verði í sumar á vegum fyrirtækisins.

„Afurðaverðþróun í okkar aðalmarkaðslandi, Japan, hefur verið óhagstæð að undanförnu og fer versnandi, sem gerir verð okkar afurða það lágt að ekki er forsvaranlegt að stunda veiðar,“ sagði Kristján.

Vilhjálmur segir að það séu sorgartíðindi að þessar aðstæður komi upp núna þegar hvalveiðar séu heimilaðar.

„Þessar veiðar skipta nærsamfélagið hjá okkur gríðarlegu máli. Þetta er 1,2 milljarður sem verið að greiða í laun og þetta tilheyrir okkar samfélagi að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur við mbl.is.

Hann segir að upp undir 200 manns séu í vinnu þegar vertíðin standi yfir þar sem tekjumöguleikarnir séu góðir.

„Það er grundvallaratriði fyrir íslenska þjóð að átta sig á því að án verðmætasköpunar er ekki hægt að reka eitt einasta samfélag. Árið 2023 minnir mig að útflutningstekjur hvalaafurða hafi numið þremur milljörðum og ég er alveg viss um það að þjóðinni okkar muna um minna,“ segir hann.

Hann segir að sveitarfélögin á Vesturlandi séu að missa tæplega 15 prósent af öllum launakostnaði í formi útsvarstekna og að ríkissjóður sé líka að verða af skatttekjum svo ekki sé talað um öll afleiddu störfin sem tengjast starfseminni á meðan hún er í gangi.

„En það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur verðum við bara að vona að þessar ytri rekstaraðstæður verði okkur hagfelldari eftir ár þannig að menn geti mætt galvaskir til hvalveiða árið 2026,“ segir Vilhjálmur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.25 480,32 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.25 646,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.25 289,43 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.25 202,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.25 139,62 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.25 229,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.25 133,17 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 11.351 kg
Skarkoli 504 kg
Þorskur 378 kg
Samtals 12.233 kg
30.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet
Grásleppa 285 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 311 kg
30.4.25 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 577 kg
Þorskur 150 kg
Skarkoli 58 kg
Samtals 785 kg
30.4.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 3.815 kg
Samtals 3.815 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.25 480,32 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.25 646,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.25 289,43 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.25 202,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.25 139,62 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.25 229,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.25 133,17 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 11.351 kg
Skarkoli 504 kg
Þorskur 378 kg
Samtals 12.233 kg
30.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet
Grásleppa 285 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 311 kg
30.4.25 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 577 kg
Þorskur 150 kg
Skarkoli 58 kg
Samtals 785 kg
30.4.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 3.815 kg
Samtals 3.815 kg

Skoða allar landanir »