Tvöföldun veiðigjalda, eins og ríkisstjórnin hyggst innleiða, gæti rýrt verðmæti skráðra sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni um 53 milljarða króna og dregið verulega úr hvata til fjárfestinga í greininni vegna minni arðsemi.
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Jakobsson Capital, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Morgunblaðið hefur undir höndum.
Varað er við því að komi einnig til ytri áfalla – svo sem lélegrar nýliðunar loðnustofns eða viðskiptastríðs – sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi“.
Greiningin sýnir að breytingarnar muni bitna misjafnlega á sjávarútvegsfélögunum þremur, sem skráð eru í Kauphöllina – Brimi, Síldarvinnslunni og Ísfélaginu – en saman fara þau með tæp 30% aflaheimilda. Mestu hlutfallslegu áhrifin verða hjá Ísfélaginu, sem byggir rekstur sinn að miklu leyti á uppsjávarveiðum. Árið 2024 reyndist sérstaklega erfitt fyrir greinina, ekki síst vegna loðnubrests, og var meðalárangur félaganna sá lakasti í áratug – með arðsemi á eigið fé um 5,8%.
Hagnaðarhlutfall fyrirtækjanna hefði samkvæmt greiningunni lækkað úr 20% í 17% árið 2023 ef hærri veiðigjöld hefðu þá verið komin til framkvæmda. Greiningin bendir einnig á að núverandi útreikningar veiðigjalda byggi á raunkostnaði, en breytingin miði við markaðsverð sem endurspegli jaðarverð, sem geti dregið úr rekstrargrundvelli fiskvinnslu.
Þá verði arðsemi nýrra fjárfestinga svo lítil að það borgi sig varla að fjárfesta í greininni frekar en að leggja fé í ríkisskuldabréf.
Blaðið hefur heimildir fyrir því að í dag hyggist SFS skila umsögn um veiðigjaldafrumvarpið til Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, en þessi greining og ýmis gögn önnur munu fylgja umsögninni.
Sem kunnugt er gaf ráðherra aðeins vikulangan umsagnarfrest í samráðsgátt, þó að samþykkt ríkisstjórnar kveði á um a.m.k. 2-4 vikna frest.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 29.4.25 | 519,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 29.4.25 | 612,88 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 29.4.25 | 314,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 29.4.25 | 222,61 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 29.4.25 | 184,28 kr/kg |
Ufsi, slægður | 29.4.25 | 182,06 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 29.4.25 | 176,99 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
30.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 285 kg |
Skarkoli | 26 kg |
Samtals | 311 kg |
30.4.25 Báran SI 86 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 577 kg |
Þorskur | 150 kg |
Skarkoli | 58 kg |
Samtals | 785 kg |
30.4.25 Orion BA 34 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 878 kg |
Samtals | 878 kg |
30.4.25 Elley EA 250 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 800 kg |
Samtals | 800 kg |
30.4.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 486 kg |
Þorskur | 72 kg |
Karfi | 21 kg |
Samtals | 579 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 29.4.25 | 519,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 29.4.25 | 612,88 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 29.4.25 | 314,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 29.4.25 | 222,61 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 29.4.25 | 184,28 kr/kg |
Ufsi, slægður | 29.4.25 | 182,06 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 29.4.25 | 176,99 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
30.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 285 kg |
Skarkoli | 26 kg |
Samtals | 311 kg |
30.4.25 Báran SI 86 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 577 kg |
Þorskur | 150 kg |
Skarkoli | 58 kg |
Samtals | 785 kg |
30.4.25 Orion BA 34 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 878 kg |
Samtals | 878 kg |
30.4.25 Elley EA 250 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 800 kg |
Samtals | 800 kg |
30.4.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 486 kg |
Þorskur | 72 kg |
Karfi | 21 kg |
Samtals | 579 kg |