Vísa fullyrðingum til föðurhúsanna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Þar vísa þau fullyrðingun atvinnuvegaráðherra til föðurhúsanna og skora á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka

„Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum. Því er skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi nái þessu mikilvæga markmiði.“

Þetta segir í fréttatilkynningu sem SFS hefur sent fjölmiðlum í dag.

Samtökin segjast hafa látið vinna greiningar á áhrifum frumvarpsins, en bent er á að þær geti ekki talist tæmandi þar sem of skammur tími hafi verið gefinn til þess. „Stjórnvöld höfðu í litlu reynt að átta sig á íþyngjandi áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja, fólks og sveitarfélaga víða um land áður en það var birt. Því var brýnt að ráðist yrði í þessa vinnu.“

Kalla enn eftir gögnum

Áður hafði SFS tilkynnt að samtökin hygðust ekki skila inn umsögn um frumvarpsdrög sem atvinnuvegaráðuneytið birti í samráðsgátt stjórnvalda þar sem umsagnarfresturinn var aðeins ein vika. Lengri tíma þyrfti til að greina áhrifin.

Einnig sögðu samtökin ráðuneytið ekki hafa sýnt vilja til að afhenda öll þau gögn sem óskað var eftir um forsendur þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda.

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur hafnað ásökunum SFS en samtökin ítreka nú fullyrðingar sínar og segja ráðuneytin enn ekki hafa afhent öll umbeðin gögn.

„Augljóst er að fyrirliggjandi drög uppfylla ekki þær grundvallarkröfur sem gera verður til slíkra skjala um undirbúning, rannsókn, mat á áhrifum og samráð við hagaðila. Allir þessir þættir eru einir og sér alvarlegir ágallar. Þannig er til dæmis rétt að draga fram að atvinnuvegaráðuneytið virðist ekki hafa reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins,“ segir í tilkynningunni.

„Berhögg við stjórnarskrá“

Í athugasemdum sem SFS hefur afhent atvinnuvegaráðuneytinu nú eru meðal annars „færð fyrir því rök að frumvarpsdrög ráðherra gangi í berhögg við stjórnarskrá. Þá er sýnt fram á að hugtakanotkun ráðherra um leiðréttingu á verðlagningu stenst enga skoðun. Greitt aflaverðmæti til skips hefur um áratugaskeið verið í föstum skorðum og byggst á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs, kjarasamningum og ákvæðum tekjuskattslaga um milliverðlagningu. Verð til skips og uppgjör til sjómanna hafa því verið rétt. Öllum ásökunum um vanmat eða röng verð er því alfarið hafnað.“

Einnig segjast samtökin sýna fram á mikla ágalla þess að byggja skattstofn á verðum á uppboðsmörkuðum, hvort heldur hér heima eða í Noregi. Auk þess sem þau telja fráleitt að leggja að jöfnu þau verðmæti sem verða til í Noregi og á Íslandi í tilfelli uppsjávartegunda.

„Samtökin vara sérstaklega við því að tekinn verði upp háttur Norðmanna, sem flytja stærstan hluta bolfisks óunninn úr landi. Slíkt mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu fólks víða um land og byggðafestu. Samkvæmt greiningu KPMG eru 10 sveitarfélög sem hafa yfir 30% af atvinnutekjum frá fiskveiðum og -vinnslu. Hækkun veiðigjalds kann að auka tekjur ríkisins til skamms tíma, en draga úr mikilvægum tekjum sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg.“

Arðsemi eiginfjár hvorki meiri né minni

Þá benda samtökin á að arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi sé hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og að arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði séu að meðaltali á liðnum árum hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu.

„Fullyrðingum atvinnuvegaráðherra um að sjávarútvegur „mali gull“ er vísað til föðurhúsanna. Samkvæmt greiningu Jakobsson Capital leiðir boðuð hækkun á veiðigjaldi til þess að verðmæti íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja, sem eru skráð á markað, lækkar um 53,1 ma.kr. eða rúmlega 13% og ávöxtun lækkar niður í 7,9% hjá arðbærustu félögunum. Slík ávöxtun er ekki langt yfir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Telur fyrirtækið að áhrifin verði verulegur samdráttur í fjárfestingu, sem svo aftur dragi úr hagvexti. SFS hafa enn til skoðunar áhrif á fleiri sjávarútvegsfyrirtæki, stór sem smá.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.25 480,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.25 649,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.25 314,62 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.25 222,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.25 184,28 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.25 182,06 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.25 176,99 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet
Grásleppa 285 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 311 kg
30.4.25 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 577 kg
Þorskur 150 kg
Skarkoli 58 kg
Samtals 785 kg
30.4.25 Orion BA 34 Handfæri
Þorskur 878 kg
Samtals 878 kg
30.4.25 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 800 kg
Samtals 800 kg
30.4.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Ufsi 486 kg
Þorskur 72 kg
Karfi 21 kg
Samtals 579 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.25 480,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.25 649,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.25 314,62 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.25 222,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.25 184,28 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.25 182,06 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.25 176,99 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet
Grásleppa 285 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 311 kg
30.4.25 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 577 kg
Þorskur 150 kg
Skarkoli 58 kg
Samtals 785 kg
30.4.25 Orion BA 34 Handfæri
Þorskur 878 kg
Samtals 878 kg
30.4.25 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 800 kg
Samtals 800 kg
30.4.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Ufsi 486 kg
Þorskur 72 kg
Karfi 21 kg
Samtals 579 kg

Skoða allar landanir »