Þörf á upplýsingaherferð um sjávarútveg

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Kristjánsson, útgerðarstjóri og forstjóri Brims, segir það vandamál að þeir þingmenn sem sem gagnrýni sjávarútveginn hvað mest í dag hafi aldrei unnið innan geirans. Grunngildi séu fokin út um gluggann og stjórnarskipti séu of ör. „Það gengur svo mikið út á það að fá einhvern til að kjósa sig á tveggja til fjögurra ára fresti, en ekki um stefnu og að standa við þína stefnu.“

Þetta er meðal þess sem Guðmundur segir í Sjókastinu, nýju hlaðvarpi sem stýrt er af Aríel Péturssyni, formanni Sjómannadagsráðs.

Þeir Aríel og Guðmundur ræða um það hvernig pólitískt landslag hefur breyst að þessu leyti. Þingmenn hafi í dag einsleitari bakgrunn en áður og endurspegli ekki þjóðina og atvinnulífið með sama hætti. Guðmundur bendir einnig á að áður fyrr hafi borgarstjórnarfulltrúar sinnt ýmsum öðrum störfum. Þeir hafi verið læknar, iðnaðarmenn og allt þar á milli en nú sé af sem áður var.

Guðmundur telur að nú sé stór hópur fólks sem skilur ekki hvernig sjávarútvegurinn gengur fyrir sig og hafi ef til vill takmarkaðan áhuga á því. Þörf sé á mikilli upplýsingaherferð gagnvart almenningi um það hvernig þetta gangverk virkar. Hann hyggst leggja í þá vegferð á næstu mánuðum, að reyna að miðla betur upplýsingum um sjávarútveginn og vekja almenning til umhugsunar.

„Endalaust búin að rífast um þessi orð“

Í þættinum ræðir Guðmundur meðal annars um æskuárin á Rifi og sín fyrstu skref í sjávarútvegi en Aríel og Guðmundur fara um víðan völl í viðtalinu. Þeir skrafa um útvegsmenn, veiðigjöld, verðmætasköpun og þjóðareign og Guðmundur er ákveðinn í sínum skoðunum. „Stjórnmálamennirnir, í maí 1992, sögðu að þjóðin ætti nytjastofna Íslands án þess að skýra það út fyrir þjóðinni hvað það þýðir. Síðan erum við endalaust búin að rífast um þessi orð,“ segir Guðmundur. „Fiskurinn er í sjónum og hann syndir, hann er bara frjáls alveg eins og fuglinn. Og það getur enginn verið með eignarréttarstöðu á fiskinum í sjónum.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify eða á YouTube.



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 489,14 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 494,19 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,36 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,22 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.6.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.555 kg
Ýsa 778 kg
Langa 493 kg
Steinbítur 375 kg
Keila 113 kg
Hlýri 88 kg
Karfi 78 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 7.520 kg
14.6.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 70 kg
Samtals 70 kg
14.6.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Samtals 174 kg
14.6.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 45 kg
Samtals 45 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 489,14 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 494,19 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,36 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,22 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.6.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.555 kg
Ýsa 778 kg
Langa 493 kg
Steinbítur 375 kg
Keila 113 kg
Hlýri 88 kg
Karfi 78 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 7.520 kg
14.6.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 70 kg
Samtals 70 kg
14.6.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Samtals 174 kg
14.6.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 45 kg
Samtals 45 kg

Skoða allar landanir »