„Hringavitleysa sem er ekki hugsuð til enda“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Hann lýsir frumvarpinu sem verstu tillögu ríkisstjórnarinnar á vorþinginu.

Greint hefur verið frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vilji víkja frá skyldum Fiskistofu um að stöðva strandveiðar þegar leyfilegum heildarafla hefur verið náð svo að hægt verði að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar.

Ráðherra yrði einnig heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða við núverandi aflamagn á fiskveiðiárinu en viðbótaraflamagn myndi dragast frá því magni sem dregið yrði frá heildaraflamarki og ætti að fullu að vera fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/ 2029.

Núverandi ráðstöfun aflamagns þorsks til strandveiða er 10.000 tonn óslæg.

Verið að grafa undan sjálfbærni 

„Ég ætla bara að segja alveg eins og er; ég var nú bara alveg gáttaður. Þetta er kannski toppurinn, eða öllu heldur botninn, á öllum þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu vorþingi sem eru ekki endurunnin frá fyrri ríkisstjórn,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is og heldur áfram:

„Þau eru öll af sama toga; illa unnin, ekkert samráð, ekki er verið að meta áhrifin eða tala við hagaðila. Í þessu tilviki er verið að ganga enn lengra. Þarna er auðvitað verið að grafa undan undirstöðu íslensks sjávarútvegs á mörkuðum erlendis sem er sjálfbærnin.“

Þá segist formaðurinn jafnframt áhyggjufullur yfir því að vottunarfyrirtæki og gæðastjórar í stórum verslunarkeðjum muni spyrja út í hvaða magn eigi að veiða í sumar sem ekki sé búið að úthluta í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, en stjórnvöld hafa stutt sig við ráðgjöf stofnunarinnar síðustu ár.

Nefnir hann einnig að ekki verði unnið úr afleiðingunum fyrr en eftir nokkur ár, árið 2029, og að líkur séu á að núverandi ríkisstjórnin verði þá ekki við stjórn er að því kemur.

„Þannig að þetta er auðvitað bara botninn á vanhugsaðri stjórnun í að reyna uppfylla einhver kosningaloforð sem er ógerlegt að uppfylla.“

„Verður held ég ríkisstjórninni dýrt“

Að öllu óbreyttu fara þingmenn í sumarfrí þann 13. júní næstkomandi, eða eftir rétt rúmar tvær vikur. Aðspurður um hvort hann telji að frumvarpið verði afgreitt fyrir þann tíma segir Sigurður að búið sé að bíða lengi eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni varðandi hvernig hún hyggist uppfylla loforðið um að tryggja 48 daga strandveiðitímabil.

Augljóst sé, samkvæmt greinargerð frumvarpsins, að eina leiðin til þess væri að minnka dagskammt veiðanna á löglegan hátt og standa þar með sjálfbærum veiðum og hugsanlega geta staðið við loforðið.

„En svo veit enginn hvað gerist á næsta ári, verða þá bátarnir 20% fleiri aftur? Hvernig ætla þau að leysa vandann þá? Eða á að skera þá bara niður á næsta ári vegna þess að menn veiða of mikið á þessu ári?

Með öðrum orðum; þetta er einhver hringavitleysa sem er ekki hugsuð til enda og er bara gerð til þess að uppfylla kosningarloforð Flokks fólksins og verður held ég ríkisstjórninni dýrt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 429,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,25 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,99 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 217,09 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Árvík ÞH 258 Handfæri
Þorskur 824 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Guðrún ÞH 211 Handfæri
Þorskur 808 kg
Samtals 808 kg
13.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 7.669 kg
Skrápflúra 978 kg
Skarkoli 817 kg
Ýsa 283 kg
Sandkoli 253 kg
Steinbítur 220 kg
Samtals 10.220 kg
13.7.25 Stapafell SH 26 Dragnót
Þorskur 2.118 kg
Skarkoli 1.020 kg
Steinbítur 611 kg
Ýsa 332 kg
Skrápflúra 239 kg
Sandkoli 149 kg
Langlúra 17 kg
Hlýri 12 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 4.501 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 429,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,25 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,99 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 217,09 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Árvík ÞH 258 Handfæri
Þorskur 824 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Guðrún ÞH 211 Handfæri
Þorskur 808 kg
Samtals 808 kg
13.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 7.669 kg
Skrápflúra 978 kg
Skarkoli 817 kg
Ýsa 283 kg
Sandkoli 253 kg
Steinbítur 220 kg
Samtals 10.220 kg
13.7.25 Stapafell SH 26 Dragnót
Þorskur 2.118 kg
Skarkoli 1.020 kg
Steinbítur 611 kg
Ýsa 332 kg
Skrápflúra 239 kg
Sandkoli 149 kg
Langlúra 17 kg
Hlýri 12 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 4.501 kg

Skoða allar landanir »