„Líkur á að þetta sé alls ekki sjálfbært“

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar mbl.is/Arnþór

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir nýju frumvarpi atvinnuvegaráðherra um strandveiðitímabil í sumar fylgja hætta á að veiðiálag verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma.

Greint hefur verið frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vilji víkja frá skyldum Fiskistofu um að stöðva strandveiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar.

Þá yrði henni einnig heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða við núverandi á fiskveiðiárinu en viðbótaraflamagn myndi dragast frá því magni sem dregið yrði frá heildaraflamarki og ætti að fullu að vera fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/ 2029.

Í frumvarpinu kemur fram að við mat ráðherra á því hve mikið aflamagn verði flutt milli ára beri þess að gæta að ráðstöfunin verði ekki umfram það sem nauðsynlegt er til að ná settum markmiðum um 48 veiðidaga og sé ekki verulega umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Í viðtali við mbl.is fyrr í dag benti Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins á að ríkisstjórn væri nú í fyrsta skipti að hunsa ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Ekki góðar fréttir fyrir stofninn

Í samtali við mbl.is segir Þorsteinn Sigurðsson frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Breytingar sem verið sé að fara fram á í frumvarpinu hafi ekki verið prófaðar áður með tilliti til gildandi aflareglu um hvort sjálfbærni fylgi breytingunum.

„Þannig að fyrstu viðbrögð eru að þetta er ekki í samræmi við þá samþykktu aflareglu sem stjórnvöld hafa verið að fylgja og við höfðum mælt með að verði fylgt þannig að með þessum hætti er hætta á að veiðiálagið verði umfram það sem gefur hámarksafrakstur,“ segir Þorsteinn og bætir við:

„Það má segja að þetta séu ekki góðar fréttir fyrir stofn sem við höfum verið að nýta með mjög skynsömum hætti núna í mjög langan tíma.“

Ákveðnar líkur á að þetta sé alls ekki sjálfbært“

Aðspurður segir hann ekki hafa verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið. Stofnunin sé hins vegar tilbúin til að fjalla um málið fyrir viðeigandi nefndum er frumvarpið fer í efnislega meðferð á þingi.

„Þarna er verið að fara svolítið aðra leið heldur en við hefðum kosið. Þetta er óprófað þannig ég get ekki sagt hvort þetta verði sjálfbært eða ekki.

En svona fljótt á litið, miðað við þá aflareglu sem er og þann afla sem kemur með þeirri aflareglu, eru ákveðnar líkur á að þetta sé alls ekki sjálfbært þar til farið verður að endurgreiða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.25 453,29 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.25 484,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.25 347,94 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.25 351,30 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.25 141,33 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.25 235,37 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 17.7.25 154,42 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.25 Fríða SH 565 Grásleppunet
Grásleppa 619 kg
Samtals 619 kg
17.7.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Steinbítur 10.020 kg
Skarkoli 8.904 kg
Þorskur 701 kg
Ýsa 246 kg
Þykkvalúra 126 kg
Sandkoli 47 kg
Samtals 20.044 kg
17.7.25 Vonin NS 41 Grásleppunet
Ufsi 15 kg
Samtals 15 kg
17.7.25 Patryk NS 27 Handfæri
Ýsa 4 kg
Samtals 4 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.25 453,29 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.25 484,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.25 347,94 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.25 351,30 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.25 141,33 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.25 235,37 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 17.7.25 154,42 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.25 Fríða SH 565 Grásleppunet
Grásleppa 619 kg
Samtals 619 kg
17.7.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Steinbítur 10.020 kg
Skarkoli 8.904 kg
Þorskur 701 kg
Ýsa 246 kg
Þykkvalúra 126 kg
Sandkoli 47 kg
Samtals 20.044 kg
17.7.25 Vonin NS 41 Grásleppunet
Ufsi 15 kg
Samtals 15 kg
17.7.25 Patryk NS 27 Handfæri
Ýsa 4 kg
Samtals 4 kg

Skoða allar landanir »