Vill lengri reynslu á kvótasetningu

Grásleppuveiðimenn eru margir fylgjandi kvótasetningu í greininni.
Grásleppuveiðimenn eru margir fylgjandi kvótasetningu í greininni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grásleppusjómaðurinn Jens Guðbjörnsson hefur sent bréf til allra þingmanna þar sem hann mótmælir frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar um breytingar á stjórn grásleppuveiða. Breytingarnar miða að því að afnema nýtt aflamarkskerfi sem tekið var upp á síðasta ári og taka aftur upp dagakerfi. Jens tekur þó fram í samtali við 200 mílur að hann hafi ekki sent bréf sitt til þingmanna Flokks fólksins en hann telur að þar hefði hann farið bónleiður til búðar.

Kvóti betri en dagakerfi

„Þrátt fyrir að grásleppan teljist ekki stór hluti af heildarverðmætum sjávarútvegsins er mun skynsamlegra að halda sig við kvótakerfið,“ segir í bréfi Jens. Þar segir hann jafnframt að á yfirstandandi vertíð hafi veiðar farið fram með færri netum, ekki hafi reynst nauðsynlegt að stunda veiðar í brælu og þá hafi meðafli minnkað verulega. Þetta segir hann sýna að kvótakerfið stuðli að betri meðferð auðlindarinnar. „Auðvitað má deila um hvernig kvótum er úthlutað og ég tel að úthlutunin hafi ekki alltaf verið réttlát – sérstaklega hvað varðar smærri útgerðir eins og mína,“ segir í bréfinu en Jens gerir út frá Hafnarfirði á bátnum Völu HF-5. „Þrátt fyrir það vil ég frekar kvótakerfi en dagakerfi sem býður upp á mikla óvissu og skort á fyrirsjáanleika.“

Síðasta grásleppuvertíð var sú fyrsta með kvótasetningu og Jens segir að grásleppuveiðimenn séu almennt jákvæðir gagnvart því fyrirkomulagi, þrátt fyrir að einhverjir hnökrar hafi verið á úthlutun kvótans í ár. Upplýsingar um heildarkvóta skiluðu sér seint og aflaheimildir voru töluvert lægri en á síðasta ári. „Já, þú sérð að við fengum úthlutað fimmtán tonnum núna,“ segir Jens. „Við veiddum fimmtíu tonn í fyrra og við höfum verið með þrjátíu til fimmtíu tonn árum saman.“ Engu að síður sé það mat Jens og margra grásleppuveiðimanna að ekki sé ráðlegt að afnema nýtt aflamarkskerfi eftir aðeins eina vertíð. Ráðlegra væri að bíða þar til lengri reynsla verði komin á það hvernig kvótasetningin reynist.

Meirihluti grásleppuveiðimanna jákvæður

Skiptar skoðanir hafa verið um málið og margar umsagnir hafa verið sendar inn í samráðsgátt stjórnvalda. Landssamband smábátaeigenda (LS) segist til að mynda alfarið á móti kvótasetningu á grásleppu og í umsögn þess er frumvarpinu fagnað. Þar segir jafnframt að sambandið telji að kvótasetningin muni skerða afkomu margra útgerða, fækka grásleppubátum og hamla nýliðun. Þá tekur sambandið fram í lok umsagnar sinnar að kvótasetning á grásleppu hafi leitt til aukins þrýstings á strandveiðikerfið.

Landssamband grásleppuútgerða (LSG) hefur einnig sent inn umsögn um frumvarpið. Ljóst er að sambandið er í öllu ósammála LS en LSG skorar á fulltrúa atvinnuveganefndar að kynna sér betur sjónarmið þeirra sem stunda grásleppuveiðar. LSG tekur fram að meirihluti þeirra sem stunda veiðarnar styðji kvótasetningu. Í umsögn sambandsins er vísað í undirskriftasöfnun sem það stóð fyrir meðal grásleppuútgerða á landinu árið 2020. Könnuð voru viðhorf þeirra til frumvarps Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um kvótasetningu á grásleppu og var meirihluti þeirra jákvæður gagnvart breytingunum.

„Þeir sem hafa verið að veiða þetta vilja fá kvótann, bara til að hafa fyrirsjáanleika í veiðunum og gera þær hagfelldari,“ segir Jens í samtali við blaðamann. „Ég geri sjálfur út frá Hafnarfirði og er búinn að gera það í fjörutíu og fimm ár. Ég hef alltaf bara haft einn bát í þessu og róið með syni mínum. Við erum ekkert að þessu til að selja kvótann. En auðvitað vona ég að einhverjir geri það svo við getum keypt okkur frekar inn í þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 488,99 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 491,83 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,20 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,01 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.162 kg
Ufsi 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.266 kg
13.6.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Ýsa 26 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 102 kg
13.6.25 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 192 kg
13.6.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 87 kg
Samtals 87 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 488,99 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 491,83 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,20 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,01 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.162 kg
Ufsi 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.266 kg
13.6.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Ýsa 26 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 102 kg
13.6.25 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 192 kg
13.6.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 87 kg
Samtals 87 kg

Skoða allar landanir »

Loka