90% vilja innlenda fiskvinnslu

90% þjóðarinnar telja mikilvægt að fiskur sé fullunninn hér á …
90% þjóðarinnar telja mikilvægt að fiskur sé fullunninn hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

90% þjóðarinnar telja mikilvægt að fiskur sé fullunninn hér á landi. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Skiptar skoðanir eru um það hvaða áhrif fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum muni hafa á landvinnslu hér á landi. Margir óttast að með hækkun gjaldanna muni margar útgerðir sjá hag í því að leita út fyrir landsteinana og senda aflann til landa þar sem fiskvinnsla er ríkisstyrkt og laun eru lægri. Þess má geta að útflutningur á óunnum fiski hefur færst í aukana undanfarin ár og fiskvinnslum án útgerðar hefur farið fækkandi.

Í könnun Gallups voru þátttakendur spurðir hversu miklu eða litlu máli það skipti að fiskur sé fullunninn á Íslandi. Landsmenn virðast einhuga í því að nauðsynlegt sé að standa vörð um störf í fiskvinnslu en 90% þeirra telja mikilvægt að fiskur sé fullunninn á Íslandi. Þar af segja 30% það skipta öllu máli, tæp 42% segja það skipta miklu máli og yfir 18% segja það skipta frekar miklu máli. Aðeins 3,5% töldu það skipta litlu eða engu máli þó að fiskvinnsla flyttist úr landi.

Þátttakendur voru einnig inntir eftir því hversu líklegt eða ólíklegt þeim þætti að hluti fiskvinnslu flyttist úr landi ef breytingar á veiðigjöldum kæmu til framkvæmdar en tæp 42% telja það líklegt og rúmum 45% finnst það ólíklegt. Nokkur munur var á svörum eftir búsetu. 49% íbúa á landsbyggðinni telja það líklegt að fiskvinnsla flyttist úr landi við breytingarnar en aðeins 36% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þá telja 41% þeirra tekjulægstu að öllu máli skipti að halda fiskvinnslu á Íslandi en aðeins 24% þeirra tekjuhæstu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 488,99 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 491,83 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,20 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,01 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.162 kg
Ufsi 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.266 kg
13.6.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Ýsa 26 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 102 kg
13.6.25 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 192 kg
13.6.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 87 kg
Samtals 87 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 488,99 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 491,83 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,20 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,01 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.162 kg
Ufsi 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.266 kg
13.6.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Ýsa 26 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 102 kg
13.6.25 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 192 kg
13.6.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 87 kg
Samtals 87 kg

Skoða allar landanir »

Loka