Grundvöllur nýs útreiknings á veiðigjöldum á uppsjávarfisk kann að bresta fallist Eftirlitsstofnun EFTA á kæru norska sjávarútvegsfyrirtækisins Pelagia um að einokunarstaða norska síldarsölusamlagsins Norsk Sildesalgslag (NSSL) brjóti í bága við 31. grein samningsins um EES.
Slíkur úrskurður kynni að kippa fótunum undan fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar í frumvarpi um hækkun veiðigjalda.
Samkvæmt frumvarpinu, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynntu sem „leiðréttingu“ á útreikningi veiðigjalds, á að miða við verð á uppsjávarfiski í Noregi til þess að komast að „raunverulegu verðmæti“ og „réttu verði“ á íslenskum uppsjávarafla til þess að reikna út hið rétta veiðigjald.
Í Noregi er öll fyrsta sala á uppsjávarafla – síld, makríl, kolmunna o.fl. – undir stjórn norska síldarsölusamlagsins Norges Sildesalgslag (NSSL). Samkvæmt lögum er bæði norskum og erlendum kaupendum – hvort sem þeir eru aðilar að samlaginu eða ekki – skylt að eiga viðskipti með uppsjávarfisk samkvæmt skilmálum, söluaðferðum og samræmdu verði, sem NSSL ákveða.
Úrskurði ESA eða dæmi EFTA-dómstólinn á síðari stigum að þetta fyrirkomulag brjóti í bága við EES mun framboð á uppsjávarafla í Noregi riðlast og verðmyndun með öðrum hætti. Núverandi verð telst hins vegar ekki myndast á frjálsum markaði.
Nánari umfjöllun má finna á bls.4 í Morgunblaðinu og Moggaappinu í dag
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.6.25 | 505,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.6.25 | 541,20 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.6.25 | 476,56 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.6.25 | 478,86 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.6.25 | 205,55 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.6.25 | 277,68 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.6.25 | 240,56 kr/kg |
Litli karfi | 18.6.25 | 10,00 kr/kg |
19.6.25 Arndís HU 42 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 455 kg |
Steinbítur | 21 kg |
Ýsa | 16 kg |
Ufsi | 2 kg |
Samtals | 494 kg |
19.6.25 Máni ÁR 70 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 734 kg |
Ufsi | 552 kg |
Samtals | 1.286 kg |
19.6.25 Gíslína ST 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 779 kg |
Samtals | 779 kg |
19.6.25 Guðrún Petrína HU 107 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 837 kg |
Samtals | 837 kg |
19.6.25 Nökkvi ÁR 101 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 1.048 kg |
Þorskur | 797 kg |
Samtals | 1.845 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.6.25 | 505,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.6.25 | 541,20 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.6.25 | 476,56 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.6.25 | 478,86 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.6.25 | 205,55 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.6.25 | 277,68 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.6.25 | 240,56 kr/kg |
Litli karfi | 18.6.25 | 10,00 kr/kg |
19.6.25 Arndís HU 42 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 455 kg |
Steinbítur | 21 kg |
Ýsa | 16 kg |
Ufsi | 2 kg |
Samtals | 494 kg |
19.6.25 Máni ÁR 70 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 734 kg |
Ufsi | 552 kg |
Samtals | 1.286 kg |
19.6.25 Gíslína ST 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 779 kg |
Samtals | 779 kg |
19.6.25 Guðrún Petrína HU 107 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 837 kg |
Samtals | 837 kg |
19.6.25 Nökkvi ÁR 101 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 1.048 kg |
Þorskur | 797 kg |
Samtals | 1.845 kg |