Ráðleggja 4% lægra aflamark þorsks

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári …
Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári verði ekki meira en 203.822 tonn. Ljósmynd/Sjávarlíf

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári verði ekki meira en 203.822 tonn en það er 4% lækkun frá núverandi fiskveiðiári. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningarfundi stofnunarinnar vegna ráðgjafar stofnunarinnar um hámarksveiði fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst 1. september. Stofnunin gerir ráð fyrir að stofnstærð dragist saman næstu tvö til þrjú ár. Ástæðuna má rekja til þess að árgangarnir frá 2021 og 2022 eru áfram metnir undir meðallagi. Þeir koma til með að ganga inn í viðmiðunarstofninn í ár og á næsta ári. Einnig eru árgangarnir frá 2019 til 2021 hægvaxta, sem talið er tengjast slöku ástandi loðnustofnsins.

Jákvæðari fréttir eru af ráðgjöf stofnunarinnar fyrir ýsu en Hafró leggur til að aflamark hennar verði ekki meira en 78.918 tonn sem er 3% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Vegna góðrar nýliðunar árin 2019 til 2021 telur stofnunin góðar líkur á að stærð viðmiðunarstofns muni haldast há á næsta ári.

Ráðgjöf fyrir ufsa er 59.510 tonn sem er 11% lækkun frá núverandi fiskveiðiári. Ástand stofnsins er talið gott en veiðiálag hefur verið yfir kjörsókn síðustu ár.

 


 

Engar djúpkarfaveiðar

Áfram er ekki gert ráð fyrir neinum djúpkarfaveiðum þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Miðað við fyrirliggjandi gögn er ekki búist við að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð þar sem nýliðun í stofninn hefur verið metin mjög lág um nokkurt skeið.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir grálúðu er nú 20.992 tonn. Það er hækkun um 17% frá núverandi fiskveiðiári. Aukning hefur verið í heildarstofnstærð og nýliðun góð. Útlit er fyrir áframhaldandi vöxt stofnsins á næstu árum.

Árgangar íslensku sumargotssíldarinnar 2017-2019 voru stórir og leiðir til þess að ráðgjöf er 103.367 tonn eða 27% hærri en á núverandi fiskveiðiári. Þó má gera ráð fyrir að þessi tala lækki á komandi árum þegar yngri árgangar sem eru talsvert minni bætast við veiðistofninn.

Upphafsaflamark fyrir næstkomandi loðnuvertíð er 46.384 tonn. Þessi ráðgjöf verður uppfærð áður en veiðar hefjast að lokinni haustmælingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.25 505,74 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.25 541,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.25 476,36 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.25 478,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.25 205,73 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.25 277,68 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 19.6.25 241,24 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.25 Arndís HU 42 Handfæri
Þorskur 455 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 494 kg
19.6.25 Máni ÁR 70 Handfæri
Þorskur 734 kg
Ufsi 552 kg
Samtals 1.286 kg
19.6.25 Gíslína ST 33 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
19.6.25 Guðrún Petrína HU 107 Handfæri
Þorskur 837 kg
Samtals 837 kg
19.6.25 Nökkvi ÁR 101 Handfæri
Ufsi 1.048 kg
Þorskur 797 kg
Samtals 1.845 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.25 505,74 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.25 541,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.25 476,36 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.25 478,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.25 205,73 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.25 277,68 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 19.6.25 241,24 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.25 Arndís HU 42 Handfæri
Þorskur 455 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 494 kg
19.6.25 Máni ÁR 70 Handfæri
Þorskur 734 kg
Ufsi 552 kg
Samtals 1.286 kg
19.6.25 Gíslína ST 33 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
19.6.25 Guðrún Petrína HU 107 Handfæri
Þorskur 837 kg
Samtals 837 kg
19.6.25 Nökkvi ÁR 101 Handfæri
Ufsi 1.048 kg
Þorskur 797 kg
Samtals 1.845 kg

Skoða allar landanir »