Opið fyrir hryðjuverkamenn og smyglara

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar minnir á að landamærin séu …
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar minnir á að landamærin séu ekki bara í Keflavík og á Seyðisfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Hryðjuverkamenn og smyglarar geta átt greiða leið inn í landið ef viljinn er fyrir hendi. Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Aríel Pétursson, þáttastjórnanda Sjókastsins, hlaðvarps Sjómannadagsráðs.

Opið allt í kringum landið

Georg segist ekki telja það ráðlegt að ganga út úr Schengen-samstarfinu núna en hins vegar sé bráðnauðsynlegt að gera allt ferli í kringum útlendingamál skilvirkari og þá sé afar mikilvægt að efla eftirlit á landamærunum til muna. „Landamærin eru ekki bara í Keflavík og á Seyðisfirði. Landamærin eru allt í kringum landið,” segir Georg. Þetta er nú svo einfalt dæmi að ef að einhver ætlar að koma til Íslands í ólögmætum tilgangi með ólögmætan varning og jafnvel mannskap með sem er á skrám hér og þar, þá bara veist þú að þú átt ekki að fara til Keflavíkur og þú átt heldur ekki að fara á Seyðisfjörð. En það er nóg eftir af landinu. Þú getur komist hvar sem er og hafir þú einhverja hugsun í höfðinu þá er mjög auðvelt fyrir þig að finna út hvar er öruggt að koma. Og þetta er málefni sem við þurfum að huga að.” Georg segir jafnframt að Gæslan hafi enn þá ekki skýr dæmi um að hryðjuverkasveitir hafi nýtt sér þessar gloppur í varnarkerfinu en möguleikinn sé „fyllilega fyrir hendi“.

Aðeins eitt varðskip hálft árið

Georg segir að hingað til lands sigli nú þegar bátar sem komi í þeim tilgangi að flytja inn ólöglegan varning, einna helst fíkniefni. Búnaður Landhelgisgæslunnar sé öflugur og góður en meira þurfi til, ekki síst mannskap. Landhelgisgæslan hefur að sögn Georgs yfir tveimur varðskipum að ráða en annað þeirra er við höfn hálft ár í senn því ekki er hægt að manna það. Þá mánuði sem aðeins eitt skip vaktar lögsöguna getur hjálpin því stundum verið víðs fjarri þegar þörf er á. „Eitt skip er á sjó og það kann að vera úti fyrir Vestfjörðum þegar einhvers konar vandræði koma upp út af Höfn í Hornafirði eða nálægt Papey eða einhvers staðar þar. Og þá tekur það dágóða stund að komast þangað. Og fólk sem hefur illt í huga er búið að gera sínar ráðstafanir áður en það verður.”

Stuðningur ESB mikilvægur

Georg segir að eftirlitstækni Landhelgisgæslunnar hafi breyst til hins betra á stuttum tíma, ekki síst fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Sambandið útvegi þeim gervihnattamyndir gegn því að Gæslan taki ábyrgð á því að kanna vísbendingar um allt óreglulegt sem birtist á myndunum, en það geti verið olíumengun, bátur í nauð eða eitthvað allt annað. Þá hafi Landamærasjóður Evrópusambandsins, sem Ísland er aðili að, séð Landhelgisgæslunni fyrir landratsjám sem nú er verið að setja upp á fjórum hornum landsins. Þegar þau kerfi verði komin í gagnið muni það styðja vel við eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar. Þó sé ljóst að enn sé ýmissa bóta þörf ef hér eigi að geta farið fram öflug gæsla hringinn í kringum landið.

Sjá má viðtalið við Georg í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um landamærin hefst þegar 35 mínútur og 5 sekúndur eru liðnar af þættinum. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »