Óvenju heitur straumur fyrir norðan

Á miðunum fyrir norðan land þar sem hlýr og selturíkur …
Á miðunum fyrir norðan land þar sem hlýr og selturíkur sjór streymir inn á landgrunnið. Morgunblaðið/Golli

Sjávarhiti hefur hækkað sunnan og suðaustan við landið samanborið við hitatölur frá árunum 1991-2020. Við Siglunes mældist hæsta hitastig sem mælst hefur, eða 7,8°C. Var það 3,2°C yfir meðaltali viðmiðunartímabilsins 1991-2020 en útlit er fyrir að hlýr og selturíkur sjór streymi inn á landgrunnið norðan til sem veldur því að hiti og selta er yfir meðaltali á svæðinu. Þessar niðurstöður fengust úr árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var 13.-26. maí.

Steingrímur Jónsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að áhugaverðast hafi verið að sjá hvað heiti straumurinn norðan við landið er á miklu dýpi. „Já, það sem mér fannst nú athyglisverðast var þessi hiti þarna fyrir norðan land,” segir Steingrímur. Þar var þessi hitabylgja þarna í yfirborðinu. Það er voða erfitt að spá eitthvað út frá henni, en hann náði alveg djúpt niður, þessi aukni hiti þarna á fyrir norðan land og norðvestan.” Steingrímur segir að yfirborðið hafi verið óvanalega heitt en það útskýrist að einhverju leyti af veðurskilyrðum þegar mælingar fóru fram. Veðrið hafi hins vegar ekki áhrif dýpra ofan í sjóinn og því liggi aðrar ástæður að baki.

Segir hlýjan straum gleðiefni

Aðspurður hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur svarar Steingrímur því til að hann myndi frekar kalla þetta gleðiefni. „Þetta þýðir að það er meira af heitum sjó sem streymir hérna upp að landinu fyrir sunnan land sem er að komast inn á Norðurmið. Þá eru betri lífsskilyrði. Það koma meiri næringarefni með þessum sjó og það þýðir bara að lífríkið er miklu öflugra.”

Steingrímur tekur fram að fleiri mælinga sé þörf áður en hægt verður að segja til um hvort þessi hlýi straumur sé tilfallandi eða hvort hans verði vart í framtíðarmælingum. Mögulega myndi það hafa einhver áhrif á fiskistofna en ekki er enn þá ljóst hver áhrifin yrðu. „Við förum náttúrulega reglulega í leiðangra þar sem við mælum þetta, en það er ekki nema þrisvar, fjórum sinnum á ári,” segir Steingrímur. Sjórinn tekur nú svolítið langan tíma að breytast, miklu lengri en veðrið.”

Þessi vorleiðangur var sá fyrsti sem farinn var á nýju rannsóknarskipi stofnunarinnar, Þórunni Þórðardóttur. Leiðangurinn er farinn á hverju ári til að viðhalda reglubundinni vöktun sem Hafró hefur sinnt frá árinu 1950 á ástandi sjávar, næringarefnum, ólífrænu kolefni, plöntusvifi og dýrasvifi við Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »