Bergur heitir aftur Bergey

Hér má sjá ísfisktogarann Bergey koma til löndunar í Vestmannaeyjum …
Hér má sjá ísfisktogarann Bergey koma til löndunar í Vestmannaeyjum árið 2022, í síðasta sinn áður en hann var endurnefndur Bergur. Nú heitir hann Bergey á ný. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Arnar Richardsson

Ísfisktogarinn Bergur hefur endurheimt upprunalegt nafn sitt og heitir nú aftur Bergey, að því er segir í tilkynningu á vef Síldarvinnslunnar. Breytingin er kærkomin þeim skipverjum sem aldrei tókst að laga sig að nýju nafni og kölluðu skipið iðulega Bergey sín á milli.

Skipið var smíðað árið 2019 í Noregi fyrir Berg - Hugin sem er dótturfélag Síldarvinnslunnar og gerir út frá Vestmannaeyjum. Árið 2020 keypti Síldarvinnslan Berg ehf. í gegnum Berg - Hugin og í kjölfarið, eða árið 2020, eignaðist Bergur ehf. skipið og var það þá endurnefnt Bergur. Nú hafa félögin Bergur og Bergur - Hugin þó verið sameinuð og af því tilefni fékk skipið aftur sitt upprunalega nafn.

Jón Valgeirsson skipstjóri segir almenna ánægju ríkja um breytinguna. „Sumir í áhöfninni áttu erfitt með að venjast Bergsnafninu og nefndu skipið ávallt Bergey,” segir hann. „Ég heyri ekki annað en að menn hér um borð séu mjög sáttir við þessa breytingu. Bergur fór sem sagt upp í slippinn en Bergey kom niður. Við höldum til veiða á morgun frá Akureyri og ég geri ráð fyrir að við förum austur fyrir land. Nú er systurskipið Vestmannaey komið hingað til Akureyrar og mun fara hér í slippinn.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »