Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Guðmundur tilkynnti SFS um afsögn sína á fundi í framkvæmdaráði í dag. Í tilkynningu frá honum segir að ástæðan sé sú að áherslur hans í starfi samtakanna njóti hvorki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur framkvæmdastjóra SFS né félaga sinna í forystu samtakanna.
Telur hann því best fyrir samtökin að hann segi sig úr forystu þeirra, að því er fram kemur í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.
„Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni.
„Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér,“ segir þar enn fremur.
Guðmundur sinnti embættinu aðeins í rúma tvo mánuði en hann var kjörinn formaður SFS á aðalfundi félagsins í byrjun apríl.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.7.25 | 485,47 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.7.25 | 499,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.7.25 | 434,67 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.7.25 | 392,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.7.25 | 188,93 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.7.25 | 158,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.7.25 | 269,06 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
9.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 618 kg |
Ufsi | 267 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 908 kg |
9.7.25 Ósk EA 12 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 757 kg |
Ufsi | 73 kg |
Karfi | 17 kg |
Samtals | 847 kg |
9.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 859 kg |
Ufsi | 81 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 944 kg |
9.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 875 kg |
Ufsi | 26 kg |
Ýsa | 2 kg |
Keila | 1 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 905 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.7.25 | 485,47 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.7.25 | 499,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.7.25 | 434,67 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.7.25 | 392,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.7.25 | 188,93 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.7.25 | 158,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.7.25 | 269,06 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
9.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 618 kg |
Ufsi | 267 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 908 kg |
9.7.25 Ósk EA 12 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 757 kg |
Ufsi | 73 kg |
Karfi | 17 kg |
Samtals | 847 kg |
9.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 859 kg |
Ufsi | 81 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 944 kg |
9.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 875 kg |
Ufsi | 26 kg |
Ýsa | 2 kg |
Keila | 1 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 905 kg |