Fín blanda af fiski en lítill karfi

Línuskipið Páll Jónsson GK heldur hér til veiða en skipið …
Línuskipið Páll Jónsson GK heldur hér til veiða en skipið landaði 78 tonnum í Grindavík á mánudag. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Vel veiðist hjá skipum Síldarvinnslunnar og Vísis þessa dagana. Ágæt blanda af fiski hefur skilað sér um borð, vel var veitt af þorski og keilu en karfaleit bar lítinn árangur.

Fín blanda og vel af keilu

Ísfisktogarinn. Jóhanna Gísladóttir GK kom inn til Bolungarvíkur á sunnudag með 35 tonn eftir að hafa verið kölluð inn vegna hráefnisskorts í vinnslu Vísis. Einar Ólafur Ágústsson skipstjóri lét það ekki hægja á sér og hélt beint aftur út í Þverálinn þar sem við tók hörkuveiði. Jóhanna landaði fullfermi í Grundarfirði í gær og var það mest þorskur.

Línuskipin slá ekki slöku við heldur. Páll Jónsson GK landaði 78 tonnum í Grindavík á mánudag. Skipið hóf túrinn við Ingólfshöfða og veiddi þar keilu en þurfti síðan að leita betra veðurs. Siglt var austur að Hrollaugseyjum þar sem veiddist ágæt blanda af ýsu, steinbít og þorsk. „Síðustu dagana vorum við í fínasta veðri og ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Jónas Ingi skipstjóri. Skipið hélt aftur til veiða sama kvöld en stefnt er að því að ná góðri blöndu og vonandi vel af keilu.

Sighvatur GK lét ekki þjóðhátíðardaginn stoppa sig og landaði 83 tonnum í Grindavík 17. júní. Óli Björn Björgvinsson skipstjóri sagði það ánægjulegt að rúmlega helmingur aflans hafi verið keila. Hann sagði túrinn hafa byrjað í „dýrvitlausu veðri“ en að loks hafi lægt og veðrið hafi leikið við skipverja eftir það. „Við hófum veiðar í kantinum austan við Kötlugrunn og síðan færðum við okkur vestur eftir honum en lagnirnar voru fjórar og hálf í túrnum,“ sagði Óli. „Það verður haldið út til veiða á ný fljótlega að löndun lokinni,“ sagði Óli.

Lítið um karfa

Á mánudaginn renndi Gullver NS í höfn á Seyðisfirði með fullfermi, eða 116 tonn. Skipið hóf veiðar við Hvalbaksgrunn og síðan var farið í karfaleit. Siglt var á Punginn, Verkamannabankann og Rósagarðinn.

Ísfisktogarinn Gulliver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði á …
Ísfisktogarinn Gulliver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði á mánudaginn. Ljósmynd/Ómar Bogason

„Því miður bar karfaleitin afar lítinn árangur og veður truflaði talsvert á meðan hún fór fram,“ sagði Hjálmar Ólafur, skipstjóri Gullivers. „Að leitinni lokinni var haldið á Þórbankann og þar var fínasta veiði. Fiskurinn sem þar fékkst var fallegur og án efa hentugur til vinnslu. Aflinn var mest þorskur en einnig var töluvert af ýsu. Það er varla annað hægt en að vera tiltölulega ánægður með þennan túr þó að leitin að karfanum hefði mátt ganga betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »