Makrílvertíðin hafin og stemningin góð

Vertíðin er hafin. Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, siglir …
Vertíðin er hafin. Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, siglir hér út Eyjafjörð á makrílveiðar. Ljósmynd/Samherji/Þorgeir Baldursson

Makrílvertíðin er að hefjast og allt að fara í gang. Nú halda skipin eitt af öðru til veiða og sumir stíma beint í Smuguna. Í gær sigldi uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, til makrílveiða frá Akureyri. Í dag héldu síðan þrjú skip frá Síldarvinnslunni, Barði NK, Beitir NK og Börkur NK, af stað frá Neskaupstað en grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Ammassak eru þegar byrjuð að partrolla í Smugunni.

Stefnan tekin á Smuguna

Leitin að makríl suðaustur af landinu hefur ekki skilað miklum árangri enn sem komið er og því horfa þeir skipstjórar til Smugunnar sem þangað geta siglt. „Skipin sem eru komin á miðin eru suðaustur og austur af landinu en ég reikna fastlega með því að fara í Smuguna,” segir Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri Vilhelms Þorsteinssonar. „Siglingin í Smuguna er nokkuð löng, tekur um einn og hálfan sólarhring og er lykilatriði við veiðar þar að útgerðir hafi á að skipa góðum og öflugum flota.“

Menn eru heilt yfir jákvæðir fyrir vertíðina hjá Síldarvinnslunni en þar er stefnt á sömu slóðir og hjá Samherja. „Ég held að menn séu hóflega bjartsýnir,” segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK. „Útlitið er svipað og í fyrra og ég geri ráð fyrir að stefnan verði strax tekin á Smuguna. Við vonumst eftir að þetta þróist með svipuðum hætti og á síðasta ári en þá var veiðin mest í Smugunni framan af en síðan fékkst drjúgur afli innan lögsögunnar.“

Farsælt samstarf Síldarvinnslunnar og Samherja heldur áfram líkt og fyrri ár en skipin vinna saman á miðunum. Fiskinum er safnað saman um borð í eitt skip sem heldur með aflann til lands. Með því er hægt að tryggja ferskleika, spara eldsneyti og hámarka verðmæti aflans. „Ég tel að þetta samstarf hafi gengið vel,” segir Guðmundur. „Markmiðið er alltaf að hámarka verðmæti aflans.“

Síldarvinnsluskipin við Norðfjarðarhöfn í morgun áður en haldið var út. …
Síldarvinnsluskipin við Norðfjarðarhöfn í morgun áður en haldið var út. Til vinstri er Barði NK en fjær er Beitir NK að taka veiðarfæri hjá Hampiðjunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hákon Ernuson

Allir tilbúnir í sjó og á landi

Á meðan skipin sigla er góður skriður á undirbúningnum í landi en þar gætir jafnvel nokkurrar spennu. Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, er kampakátur í byrjun vertíðar. „Hjá okkur er allt að verða klárt. Eftir helgina fyllist fiskiðjuverið af fólki og það verður líf í tuskunum. Á vertíðinni verður unnið á þremur vöktum og eru 25 manns á hverri vakt,” segir Geir. „Það verður gott að fá fisk í húsið og við vonumst til að fá fyrsta farminn til vinnslu seint í næstu viku. Svo vona menn að vertíðin verði heldur lengri en makrílvertíðin var í fyrra. Það er alltaf ákveðin spenna sem fylgir hverri vertíð.“

Í fyrra var fyrsta makrílnum landað til vinnslu í Neskaupstað þann 2. júlí. Þá kom Beitir NK með tæplega 500 tonn sem fengust innan lögsögunnar. Vilhelm Þorsteinsson EA kom síðan strax í kjölfarið með 850 tonn úr Smugunni. Við bíðum og sjáum hvernig gengur í ár en makrílvertíðin er að minnsta kosti hafin. Menn eru tilbúnir á sjó og á landi og nú fer allt á skrið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri
Þorskur 618 kg
Ufsi 267 kg
Karfi 23 kg
Samtals 908 kg
9.7.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 757 kg
Ufsi 73 kg
Karfi 17 kg
Samtals 847 kg
9.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 4 kg
Samtals 944 kg
9.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 875 kg
Ufsi 26 kg
Ýsa 2 kg
Keila 1 kg
Karfi 1 kg
Samtals 905 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri
Þorskur 618 kg
Ufsi 267 kg
Karfi 23 kg
Samtals 908 kg
9.7.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 757 kg
Ufsi 73 kg
Karfi 17 kg
Samtals 847 kg
9.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 4 kg
Samtals 944 kg
9.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 875 kg
Ufsi 26 kg
Ýsa 2 kg
Keila 1 kg
Karfi 1 kg
Samtals 905 kg

Skoða allar landanir »