Veiðigjald verður lagt á kerfisbundið ofmetinn hagnað í tilfelli fimm fisktegunda, verði frumvarp atvinnuvegaráðherra að lögum, þar sem kostnaðarskipting tegunda byggir áfram á „gamla“ aflaverðmætinu.
Þetta er afleiðing af vandræðagangi ráðherrans við útreikning á veiðigjaldi byggðan á nýju og hærra verði á fisktegundunum sem um ræðir.
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna standa með frumvarpi um hækkun veiðigjalda en leggja áherslu á að vanda þurfi til verka og tryggja þar með fyrirsjáanleika. Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, bendir á að aðrir þættir hafi meiri áhrif á byggðarþróun í hans kjördæmi en veiðigjaldafrumvarpið. Nefnir hann Siglufjörð og segir afla þar hafa farið niður á við en það sé ekki vegna veiðigjalda heldur út af því að Siglufjarðarvegurinn hafi verið á leiðinni niður í sjó.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, segir frumvarpið réttlátt og sanngjarnt.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa flestir áhyggjum af frumvarpinu. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, telur svigrúm vera til hækkunar ef það sé gert með samráði og á grundvelli vandaðra greininga.
Nánar má lesa um málið á bls. 4 og 10 í Morgunblaðinu og í Mogga-appinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 428,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.129 kg |
Samtals | 1.129 kg |
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 174 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Samtals | 221 kg |
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 31 kg |
Samtals | 31 kg |
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 125 kg |
Samtals | 125 kg |
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 133 kg |
Samtals | 133 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 428,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.129 kg |
Samtals | 1.129 kg |
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 174 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Samtals | 221 kg |
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 31 kg |
Samtals | 31 kg |
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 125 kg |
Samtals | 125 kg |
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 133 kg |
Samtals | 133 kg |