Sjómaðurinn á strandveiðibátnum sem sökk fyrr í dag fyrir utan Patreksfjörð er látinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að maðurinn hafi fundist við þann stað sem báturinn sökk. Var hann í framhaldi fluttur til Patreksfjarðar en við komuna þangað var maðurinn úrskurðaður látinn.
Lögregla segir að ekki sé unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu en að samband hafi verið haft við nánustu aðstandendur hans. Þá hafi verið leitað til Rauða krossins til að veita þeim sem að málinu komu viðeigandi aðstoð.
Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og er Rannsóknarnefnd samgönguslysa kunnugt um það, segir í tilkynningu.
Fyrr í dag kom tilkynning frá Landhelgisgæslunni þar sem sagði að skipstjóri fiskibáts sem var staddur í grenndinni hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Tilkynnti hann þeim að bátur væri sokkinn og að einn maður væri í sjónum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á björgunarskipinu Verði voru kallaðar út í mesta forgangi. Þá voru öll skip á svæðinu beðin að halda á staðinn. Áhöfnin á björgunarskipinu var fyrst viðbragðsaðila á vettvang og náði manninum úr sjónum. Hann var fluttur með björgunarskipinu til Patreksfjarðar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 428,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.129 kg |
Samtals | 1.129 kg |
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 174 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Samtals | 221 kg |
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 31 kg |
Samtals | 31 kg |
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 125 kg |
Samtals | 125 kg |
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 133 kg |
Samtals | 133 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 428,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.129 kg |
Samtals | 1.129 kg |
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 174 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Samtals | 221 kg |
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 31 kg |
Samtals | 31 kg |
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 125 kg |
Samtals | 125 kg |
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 133 kg |
Samtals | 133 kg |