Strandveiðitímabilið er aðeins hálfnað en búið er að landa 80% af þorskkvótanum sem úthlutað var. Nú eru 1900 tonn eftir af 10.000 tonna veiðiheimildum. 24% af ufsakvótanum hefur verið veiddur og 31% af gullkarfakvótanum.
Frumvarp á lokametrunum
Samkvæmt núverandi lögum er hverjum strandveiðibát heimilað að stunda veiðar í tólf daga í maí, júní, júlí og ágúst, eða þar til þakinu, 10.000 tonnum, er náð. Í ljósi kvótastöðunnar í þorski myndu veiðarnar því alla jafna vera stöðvaðar af Fiskistofu við 10.000 tonna markið nema aflaheimild verði aukin. Ákveðin óvissa fylgir þó því að nú liggur fyrir á þingi frumvarp um breytingu á fyrirkomulagi strandveiða sem miðar að því að fella úr gildi skyldur Fiskistofu um að stöðva strandveiðar þegar þakinu er náð. Með því verði hægt að tryggja 48 daga veiðitímabil á strandveiðum. Minnihluti atvinnuveganefndar gerði athugasemdir við það hversu hratt málið var afgreitt úr nefndinni og telja að það hafi ekki fengið fullnægjandi meðferð en Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagst gera ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum áður en þingmenn fara í sumarfrí.
Strandveiðimenn pollrólegir
Í samtali við 200 mílur segist Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ekki hafa áhyggjur af stöðu mála. „Við lítum á það að strandveiðarnar séu ekki í neinni hættu á að verða stöðvaðar á tímabilinu, jafnvel þó að þetta frumvarp verði ekki samþykkt,“ segir hann. Hann vísar meðal annars til þess að á síðasta tímabili hafi komið upp þörf fyrir að auka við heimildirnar og það hafi verið gert án vandkvæða. Þá tilkynnti þáverandi matvælaráðherra, Bjarkey Olsen, um viðbættar aflaheimildir sem námu 2000 tonnum og var það í fyrsta skipti sem svo stórum hluta heimilda var ráðstafað til strandveiða. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl.
Fáðu þér áskrift til að lesa áfram
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu,
rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki
á mbl.is.