Hálf öld á sjó og komið gott

Sigurður ásamt félögum sínum á síðustu vaktinni á Blængi. Sigurður …
Sigurður ásamt félögum sínum á síðustu vaktinni á Blængi. Sigurður er fremst til hægri. Ljósmynd/Síldarvinnslan/ Víkingur Trausti Elíasson

Hálf öld á sjónum er ekkert smáræði en ferill sjómannsins Sigurðar Breiðfjörð slagar í það. Nú segir hann skilið við sjómennskuna, orðinn 65 ára gamall. „Ég vil hætta áður en ég verð bara fyrir strákunum þarna um borð,” segir Sigurður í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Ég hef verið hátt í 50 ár á sjónum og það finnst sjálfsagt mörgum að nóg sé komið.”

Komið víða við

Sigurður fór ungur á sjó og byrjaði ferilinn á netabáti en síðan náði hann tímabili sem háseti á síðutogaranum Maí. „Það eru ekki margir núverandi sjómenn sem voru á gömlu síðutogurunum,” bætir hann við en þeirri gerð togara fækkaði hratt á 7. áratugnum. Ferill Sigurðar hefur leitt hann skipanna á milli og landanna líka. Hann hefur starfað á fjölmörgum íslenskum togurum, þar á meðal Apríl, Ými og Rán, en hann vann einnig um tíma í Noregi um borð í togara frá Álasundi, sem og á dönskum fiskibátum. Árið 2001 kallaði Ísland aftur og eftir það vann hann á fjölmörgum skipum hér við land eins og Þór, Venus, Sturlaugi, Örfirisey og Höfrungi. Hann hóf störf á frystitogaranum Blængi sem gerður er út af Síldarvinnslunni árið 2021 og þar lýkur ferlinum. Blængur kom til heimahafnar í Neskaupstað 1. júlí og skilaði af sér myndarlegum afla, 676 tonnum upp úr sjó, og Sigurði úr sínum síðasta túr. Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri Blængs segir að það sé eftirsjá að reynslumesta manni áhafnarinnar. „Hann er að hætta eftir langan og farsælan sjómannsferil,” segir hann. „Sigurður er hörkuduglegur, jákvæður og skemmtilegur auk þess að búa yfir ótrúlegri reynslu.”

Kominn tími til að slappa af

Sigurður segir að sér hafi líkað afar vel á þessu síðasta skipi ferilsins. „Á Blængi eru hörkuskipstjórar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfnin er jákvæð og samviskusöm. Blængur er rúmlega 50 ára gamalt skip en það hefur fiskast ótrúlega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð,” segir hann. Hann segir að nú sé kominn tími til að slappa aðeins af. „Ég kveð skipsfélagana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eftir að ganga vel áfram,” segir Sigurður að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 453,79 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 476,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 390,88 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 381,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 167,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 198,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 180,07 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 804 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 389 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 397 kg
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 792 kg
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 453,79 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 476,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 390,88 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 381,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 167,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 198,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 180,07 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 804 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 389 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 397 kg
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 792 kg
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »