Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði það dellu, sem fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í fyrradag, að hagnaður af fimm fisktegundum – síld, kolmunna, þorsk, ýsu og makríl – yrði ofmetinn samkvæmt nýjustu útgáfu frumvarpsins, sem aftur leiddi til þess að veiðigjöld yrðu í reynd mun hærri en 33% af raunverulegum hagnaði.
Ráðherra lét orðin falla í svari við óundirbúinni fyrirspurn Bergþórs Ólasonar þingflokksformanns Miðflokksins í þinginu í gær.
Morgunblaðið stendur við umfjöllunina, en rétt er að taka fram að blaðið leitaði og fékk staðfestingu á efni fréttarinnar.
Í svari sínu hélt ráðherrann því fram að Morgunblaðið hefði sagt hagnað kerfisbundið ofmetinn vegna þess að miðað væri við markaðsverð í stað „bókhaldsverðs“.
„Kostnaður útgerðar hækkar ekki þó að miðað sé við eðlilegt markaðsverð. Kostnaðurinn er fastur og hann er þekktur,“ sagði ráðherrann.
„Það er líka rangt að hagnaðurinn verði kerfisbundið ofmetinn. Sá hagnaður sem hefur legið til grundvallar útreikningum veiðigjalda hefur til þessa verið kerfisbundið vanmetinn, það er það sem er verið að leiðrétta. Við erum að færa okkur frá útreikningum sem byggja á vanmati aflaverðmætis yfir í markaðsverðið sem endurspeglar raunverulegt verð.“
Umfjöllun Morgunblaðsins snerist ekki um bókhaldslegt verð. Þvert á móti var bent á það í umfjöllun blaðsins að umrætt markaðsverð, sem ráðherrann er sannfærður um að endurspegli raunveruleg verðmæti, sé ekki lengur notað við útreikning á kostnaði fisktegundar, eins og upphaflega stóð til, heldur er gamla „óleiðrétta“ verðið, sem er umtalsvert lægra, notað til grundvallar þess útreiknings.
Það er því einmitt vegna þess að ráðherrann hyggst ekki nota hið umdeilda markaðsverð við útreikning á kostnaðarhlutdeild fisktegunda sem kostnaðurinn er vanmetinn og hagnaður fyrir vikið ofmetinn.
Í frumvarpsdrögum ráðherra var gert ráð fyrir að kostnaðarhlutdeild tegunda yrði reiknuð á sama markaðsverði og aflaverðmæti tók mið af. En þar sem það leiddi til keðjuverkandi áhrifa til hækkunar á veiðigjaldi annarra tegunda en þeirra sem til stóð að hækka veiðigjald á var aðferðafræði við útreikning breytt þegar frumvarpið var lagt fyrir þing. Kostnaðurinn var þannig tekinn úr sambandi við markaðsverð.
Að því gefnu að fullyrðingar ráðherrans, um að hið nýja verð endurspegli raunveruleg verðmæti, standist, þá getur kostnaður tegunda – skipt eftir lægra „óleiðrétta“ verðinu – ekki verið annað en vanmetinn, eins og ráðherrann segir sjálfur, og hagnaður um leið ofmetinn.
Lögbundnu hlutfalli veiðigjalda hefur þannig verið kippt úr sambandi við raunverulegan hagnað af fisktegundunum fimm, og hlutfall veiðigjalda af raunverulegri afkomu þeirra, eins og hún er þar sem bæði tekjur og kostnaður er reiknaður út frá markaðsverði ráðherrans, verður hærra en 33%.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 428,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.129 kg |
Samtals | 1.129 kg |
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 174 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Samtals | 221 kg |
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 31 kg |
Samtals | 31 kg |
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 125 kg |
Samtals | 125 kg |
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 133 kg |
Samtals | 133 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 428,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.129 kg |
Samtals | 1.129 kg |
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 174 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Samtals | 221 kg |
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 31 kg |
Samtals | 31 kg |
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 125 kg |
Samtals | 125 kg |
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 133 kg |
Samtals | 133 kg |