Þrjátíu ungmenni fara í fiskinn

Örn Heiðar Lárusson sumarstarfsmaður hjá Samherja.
Örn Heiðar Lárusson sumarstarfsmaður hjá Samherja. Ljósmynd/Aðsend

Hátt í þrjátíu ungmenni hafa verið ráðin til starfa hjá Samherja í sumar. Vinnan er í fiskvinnsluhúsi á Dalvík. Um er að ræða sumarstarfsmenn sem munu leysa fastráðið starfsfólk af vegna sumarleyfa.

Þetta kemur fram í frétt á síðu Samherja.

Rætt er við fjögur ungmenni í fréttinni, sem hafa þegar hafið störf hjá fyrirtækinu og líkar vel. „Ég held að ekki sé hægt að fá betri vinnu en þetta, maður kemst örugglega ekki í launahærri vinnu,“ segir Sóldís Lilja sem er 15 ára sumarstarfsmaður á sínu fyrsta sumri.

Örn Heiðar Lárusson sumarstarfsmaður er sáttur við starfið, „ég finn voðalega lítið fyrir því að þurfa að vakna snemma, þetta er bara eins og í skólanum á veturna. Við fengum fræðslu í upphafi og svo er eldra fólkið alltaf tilbúið til að sýna manni eitthvað. Þetta er fínasta vinna og það er líka rosalega góður kostur að hafa mötuneyti á staðnum. Það eru ekki allir sem hafa svoleiðis,“ segir hann.

Mikil eftirspurn eftir starfi

Í tilkynningunni segir að mikil ásókn sé í sumarstörf Samherja og sé eftirspurnin umfram framboði og því ekki allir sem komast að. Starfsmenn fá fræðslu um verklagsreglur og öryggismál áður en þeir hefja störf. „Við reynum að vanda til verka varðandi þetta, enda um að ræða fólk sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði,“ er haft eftir Jóni Sæmundssyni, framleiðslustjóra Samherja á Dalvík.

Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík.
Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. mbl.is/Þórhallur Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 453,79 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 476,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 390,88 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 381,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 167,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 198,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 180,07 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 804 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 389 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 397 kg
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 792 kg
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 453,79 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 476,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 390,88 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 381,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 167,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 198,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 180,07 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 804 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 824 kg
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 389 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 397 kg
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 4 kg
Samtals 792 kg
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 787 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »