Ísland framleiðir um 50 þúsund tonn af eldislaxi árlega. Landeldisframkvæmdir eru í uppsiglingu á nokkrum stöðum, t.d. í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og á Reykjanesi, sem gætu margfaldað framleiðslugetu landsins.
Jafnframt hafa fyrirtæki í sjókvíaeldi ekki fullnýtt fyrirliggjandi framleiðsluleyfi sín. Ljóst er því að laxeldi er í örum vexti en að sögn Hrannars Darra Gunnarssonar sölustjóra Arnarlax eru ennþá vannýtt fjölmörg tækifæri sem gætu stutt við greinina í heild.
Hrannar lauk nýlega við lokaverkefni til MBA-gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þar sem hann skoðaði hvernig efla megi útflutning á eldislaxi og auka verðmætasköpun í greininni. Í ritgerðinni kemst Hrannar meðal annars að því að til þess að hámarka verðmætasköpun þurfi laxeldisfyrirtæki að efla markaðsstarf og sókn inn á nýja markaði.
Þá þurfi þau að fullnýta útgefin leyfi og byggja upp næga framleiðslugetu til að tryggja reglulegt framboð allan ársins hring. Hrannar færir einnig rök fyrir því að þótt Ísland sé með minni framleiðslugetu en Noregur og Færeyjar, sem hann skoðaði sérstaklega til samanburðar, getum við skapað okkur sérstöðu með áherslu á uppruna og gæði framleiðslunnar.
Hrannar segir í samtali við 200 mílur að það sem hafi komið sér mest á óvart við rannsóknarvinnuna hafi verið að komast að því hvað Noregur selur sínar afurðir á fjölbreytta markaði út um allan heim. „Það er eins og það sé ekkert ómögulegt fyrir þá, sama hvort það er í Afríku, Asíu eða Mið-Austurlöndum. En Noregur er auðvitað langstærsti framleiðandi eldislax í heiminum.“
Helstu markaðir íslensks eldislax árin 2022–2024 voru í Evrópu, einna helst í Hollandi, Danmörku og Frakklandi, en einnig í Bandaríkjunum. Hrannar telur þó að hægt sé að herja á fjölbreyttari markaði, líkt og dæmið um Noreg sýnir. „Það kom mér líka á óvart að suma fríverslunarsamninga sem Ísland hefur aðild að í gegnum EFTA er ekki verið að nýta í dag, að minnsta kosti ekki til fulls.“
Í ritgerðinni eru talin upp dæmi um lönd sem hægt væri að herja á með útflutningi en greining Hrannars leiðir í ljós að stærstu vannýttu tækifærin sé að finna í útflutningi til landa á borð við Suður-Kóreu og Kína og einnig vissa markaði í Evrópu. Ísland flytur nú þegar út lax til Kína en þar er vaxandi markaður sem býður upp á mikla útvíkkun. Eftirspurnin sé mikil eftir hágæðaprótíni og neytendur séu tilbúnir til að greiða hátt verð fyrir vottuð og rekjanleg matvæli.
Hrannar segir í því samhengi að uppruna- og gæðavottanir geti skipt gríðarlega miklu máli og að Ísland hafi forskot þar. Ímynd Íslands sem framleiðanda sjávarafurða í háum gæðaflokki bjóði upp á tækifæri til að mynda sérstöðu á mörkuðum þar sem uppruni vegur þungt í ákvörðunum neytenda. Töluverð tækifæri felist því í að byggja upp heildstætt vörumerki fyrir íslenskan lax og leggja áherslu á upprunamerkingar og vottanir.
Að ýmsu er þó að huga ef tækifærin eiga að raungerast. Íslensk laxeldisfyrirtæki þurfa að byggja upp nægilega framleiðslu til að tryggja reglulegt framboð á vöru allt árið. Stöðugt vikulegt framboð er lykilatriði ef byggja á upp traust viðskiptasambönd og ná fótfestu á nýjum mörkuðum. Þá gerir fjarlægð frá mörkuðum íslenskum fyrirtækjum erfiðara fyrir, en flutningskostnaður til Asíu er hár eins og er þar sem flugframboð er takmarkað og ferskur lax þarf að millilenda í Evrópu.
Markaðssetningu er einnig ábótavant. Flest fyrirtæki sinna sínum markaðsmálum sjálf en Hrannar segir að ef stefnt sé að aukinni verðmætasköpun í laxeldi sé líka þörf á markvissu átaki sem beinist sérstaklega að kynningu á íslenskum eldislaxi. Efling markaðssetningar telur Hrannar að geti skilað miklu fyrir greinina í heild. Jafnframt sé hægt að horfa til nánara samstarfs við flugfélög og þá væri gott að auka viðveru á fjarlægari sjávarútvegssýningum eins og í Asíu þar sem íslenskur eldislax er ekki vel þekktur. Með því megi vekja athygli nýrra markaða á íslenskum laxi.
Með öðrum orðum: það er ekki nóg að framleiða meira, það þarf líka að selja betur. Skýr stefna og samstillt átak gæti gert íslenskan eldislax að sterku alþjóðlegu vörumerki.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.7.25 | 460,76 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.7.25 | 488,55 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.7.25 | 404,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.7.25 | 460,80 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.7.25 | 142,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.7.25 | 150,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.7.25 | 162,67 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
16.7.25 Guðrún ÞH 211 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 787 kg |
Samtals | 787 kg |
16.7.25 Garðar ÞH 122 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 808 kg |
Samtals | 808 kg |
15.7.25 Teista AK 16 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 640 kg |
Ufsi | 28 kg |
Karfi | 5 kg |
Ýsa | 2 kg |
Samtals | 675 kg |
15.7.25 Erla AK 52 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 281 kg |
Samtals | 281 kg |
15.7.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 128 kg |
Ufsi | 32 kg |
Ýsa | 14 kg |
Samtals | 174 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.7.25 | 460,76 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.7.25 | 488,55 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.7.25 | 404,34 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.7.25 | 460,80 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.7.25 | 142,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.7.25 | 150,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.7.25 | 162,67 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
16.7.25 Guðrún ÞH 211 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 787 kg |
Samtals | 787 kg |
16.7.25 Garðar ÞH 122 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 808 kg |
Samtals | 808 kg |
15.7.25 Teista AK 16 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 640 kg |
Ufsi | 28 kg |
Karfi | 5 kg |
Ýsa | 2 kg |
Samtals | 675 kg |
15.7.25 Erla AK 52 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 281 kg |
Samtals | 281 kg |
15.7.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 128 kg |
Ufsi | 32 kg |
Ýsa | 14 kg |
Samtals | 174 kg |