Veiðigjald á nær allar fisktegundir mun hækka, þrátt fyrir að ætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið að hækkunin næði aðeins til fimm tegunda og þrátt fyrir að í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem nú er til umræðu á þingi, sé skýrt tekið fram að frumvarpið hafi ekki áhrif á aðrar tegundir.
Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um voru gerðar breytingar á aðferð við útreikninga til þess að koma í veg fyrir keðjuverkandi hækkun milli tegunda.
Um það er fjallað í frumvarpinu og segir í því samhengi: „Frumvarpið hefur þar af leiðandi ekki áhrif á aðrar tegundir nytjastofna en þær sem fjallað er um í frumvarpi þessu.“
Tegundirnar fimm sem fjallað er um eru síld, kolmunni, þorskur, ýsa og makríll.
Þrátt fyrir breytingu á aðferðafræði og fullyrðingu í frumvarpinu um að lagabreytingarnar hafi ekki áhrif á aðrar tegundir liggur fyrir að veiðigjald hækkar á þær flestar.
Sérstaklega er hækkunin mikil í tilfelli grálúðu, karfa, gulllax, ufsa og djúpkarfa.
Í tilfelli bolfisktegunda er hækkunin tilkomin vegna þess að ráðherra ákvað að undanskilja afla frystiskipa útreikningi á veiðigjaldi, en í frumvarpinu segir ráðherra að áhrif þess yrðu líklegast til lækkunar. Á daginn hefur þó komið að áhrif þess eru einkum til hækkunar, eins og staðfest er í útreikningum Skattsins, sem birtir hafa verið á vef Alþingis, á veiðigjaldi eftir hinni nýju aðferð.
Taflan hér til hliðar sýnir veiðigjald á bolfisktegundum vegna ársins 2024 á því viðmiðunarverði og eftir þeim reikniaðferðum sem til stendur að afnema með lögunum, í samanburði við útreikning Skattsins á veiðigjaldi tegunda miða við hina nýju aðferð. Loks er hlutfallsleg breyting milli þessara tveggja aðferða sýndur.
Þar má sjá að veiðigjald á karfa hefði verið 39% hærra hefðu þær breytingar sem frumvarpið boðað verið í gildi í fyrra samanborið við núgildandi aðferð. Veiðigjald á ufsa 6% hærra og djúpkarfa 291% hærra, en það er fjórföldun á veiðigjaldi.
Þá hefur sú breyting að taka frystiskip út úr reiknistofni einnig þau áhrif að fjárfestingar í nýjum frystiskipum hafa ekki lengur áhrif á veiðigjald. Áhrif þess eru sýnilegust á grálúðu, þar sem veiðigjald verður 18,26 krónur og á gulllax 1,63 krónur.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.7.25 | 453,79 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.7.25 | 476,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.7.25 | 390,88 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.7.25 | 381,86 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.7.25 | 167,42 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.7.25 | 198,17 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.7.25 | 180,07 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 804 kg |
Ýsa | 20 kg |
Samtals | 824 kg |
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 389 kg |
Ýsa | 7 kg |
Ufsi | 1 kg |
Samtals | 397 kg |
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 776 kg |
Ufsi | 12 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 792 kg |
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 787 kg |
Samtals | 787 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.7.25 | 453,79 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.7.25 | 476,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.7.25 | 390,88 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.7.25 | 381,86 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.7.25 | 167,42 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.7.25 | 198,17 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.7.25 | 180,07 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
14.7.25 Kvistur HF 550 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 804 kg |
Ýsa | 20 kg |
Samtals | 824 kg |
14.7.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 389 kg |
Ýsa | 7 kg |
Ufsi | 1 kg |
Samtals | 397 kg |
14.7.25 Siggi Gísla EA 255 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 776 kg |
Ufsi | 12 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 792 kg |
14.7.25 Sigrún EA 52 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 787 kg |
Samtals | 787 kg |