Góður gangur er í strandveiðunum þessa dagana og slagaði þorskaflinn upp í 9 þúsund tonn síðdegis í gær. Strandveiðimenn eru þess fullvissir að bætt verði í pottinn þegar 10 þúsund tonna hámarkinu verður náð.
Þorskaflinn hefur numið 638 tonnum á dag að meðaltali að undanförnu, og miðað við meðalverðið á þorskkílóinu hjá strandveiðiflotanum eru brúttótekjur af hverri veiðiferð 319 þúsund krónur, en veitt er í fjóra daga í viku hverri, mánudag til fimmtudags.
Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins, segir alvarlegt að verið sé að búa til tvö kerfi í fiskveiðistjórn, sóknarmark sem strandveiðiflotinn er undir og síðan aflamarkskerfi sem allir aðrir eru í.
Hann óttast að afleiðingarnar geti orðið neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir eins og MSC og hjá fleiri alþjóðlegum stofnunum sem veitt hafa íslenskum sjávarútvegi jákvæðar vottanir og hælt honum fyrir góða stjórnun. „Það þykir mér alvarlegast í þessu,“ segir Svanur.
Nánar má lesa um málið á bls. 2 og 12 í Morgunblaðinu og í Mogga-appinu í dag
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.7.25 | 460,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.7.25 | 488,55 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.7.25 | 404,80 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.7.25 | 460,80 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.7.25 | 142,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.7.25 | 150,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.7.25 | 162,03 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
16.7.25 Guðrún ÞH 211 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 787 kg |
Samtals | 787 kg |
16.7.25 Garðar ÞH 122 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 808 kg |
Samtals | 808 kg |
15.7.25 Teista AK 16 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 640 kg |
Ufsi | 28 kg |
Karfi | 5 kg |
Ýsa | 2 kg |
Samtals | 675 kg |
15.7.25 Erla AK 52 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 281 kg |
Samtals | 281 kg |
15.7.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 128 kg |
Ufsi | 32 kg |
Ýsa | 14 kg |
Samtals | 174 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.7.25 | 460,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.7.25 | 488,55 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.7.25 | 404,80 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.7.25 | 460,80 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.7.25 | 142,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.7.25 | 150,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.7.25 | 162,03 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
16.7.25 Guðrún ÞH 211 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 787 kg |
Samtals | 787 kg |
16.7.25 Garðar ÞH 122 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 808 kg |
Samtals | 808 kg |
15.7.25 Teista AK 16 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 640 kg |
Ufsi | 28 kg |
Karfi | 5 kg |
Ýsa | 2 kg |
Samtals | 675 kg |
15.7.25 Erla AK 52 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 281 kg |
Samtals | 281 kg |
15.7.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 128 kg |
Ufsi | 32 kg |
Ýsa | 14 kg |
Samtals | 174 kg |