Nýjungar í fiskeldi kynntar á AquaNor

Bás Mørenot þótti skara fram úr vegna góðrar hönnunar og …
Bás Mørenot þótti skara fram úr vegna góðrar hönnunar og skýrrar framsetningar á upplýsingum. Ljósmynd/Hampiðjan

Alþjóðlega fiskeldissýningin AquaNor fór fram í Þrándheimi í Noregi í síðustu viku. Um 25 þúsund gestir sóttu sýninguna en þar tóku þátt um 300 sýnendur víðs vegar að úr heiminum.

Í frétt á heimasíðu Hampiðjunnar segir að fyrirtækið hafi vakið mikla athygli á AquaNor en fjögur fyrirtæki Hampiðjunnar voru með bása á sýningunni. Mørenot Aquaculture, Vonin Refa, Fiizk Protection og írska fyrirtækið Swan Net Gundry kynntu öll verkefni sín en alls stóðu um 40 starfsmenn frá átta löndum vaktina á básunum.

Fjölbreytt verkefni og verðlaun

Kynntar voru nokkrar nýjungar í fiskeldisbúnaði. Þar á meðal var hálflokuð kví, MarWall, sem dregur úr hættu á laxalús og eykur súrefnisinnihald í sjónum. Þá var sagt frá niðursökkvanlegu kvínni MarDeep, sem er staðsett 20–25 metrum undir yfirborði þar sem hitastig og straumar eru jafnari en nær yfirborðinu. Á kvínni er eins konar hattur með loftrými svo laxinn geti sótt í yfirborð vatnsins þrátt fyrir að vera á slíku dýpi.

Einnig vakti BioSeize-kerfið athygli en það safnar saman úrgangi og ónýttu fóðri til endurnýtingar. Kerfið forðar því að úrgangurinn safnist undir kvína og þá er hægt að endurnýta hann, meðal annars til áburðarvinnslu.

BioSeize-kerfið vakti mikla athygli. Kerfið forðar því að úrgangur safnist …
BioSeize-kerfið vakti mikla athygli. Kerfið forðar því að úrgangur safnist undir kvína og þá er hægt að endurnýta hann, m.a. til áburðarvinnslu. Ljósmynd/Hampiðjan

Í lok sýningarinnar hlaut Mørenot viðurkenningu fyrir besta bás sýningarinnar en básinn vakti sérstaka athygli fyrir hönnun og skýra framsetningu upplýsinga.

Ánægð með árangurinn

„Viðtökurnar á sýningunni voru afar góðar og langt framar öllum vonum,“ sagði Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar. „Vænst þótti mér að sjá hvað starfsmenn okkar í fiskeldinu sem tóku þátt í sýningunni voru innilega glaðir og stoltir af því sem hefur áunnist undanfarið og ákafir í að halda áfram á þessari braut því við höfum margar áhugaverðar hugmyndir til að vinna úr á næstu mánuðum og árum.“

Thomas Myrvold, framkvæmdastjóri Mørenot Aquaculture, sagði að þátttakan hafi undirstrikað stöðu fyrirtækisins sem leiðandi aðila í fiskeldistækni. „Nýju tækninni var mjög vel tekið af bæði nýjum og núverandi viðskiptavinum og fengum við bæði mikið af jákvæðum viðbrögðum og áhuga,“ sagði hann.

Voru starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækjanna að vonum ánægðir með árangurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.25 565,37 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.25 709,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.25 369,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.25 399,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.25 223,43 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.25 281,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 7.11.25 192,51 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 432 kg
Keila 136 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.442 kg
8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.639 kg
Þorskur 1.418 kg
Keila 235 kg
Karfi 47 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.342 kg
8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 289 kg
Karfi 22 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 324 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.25 565,37 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.25 709,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.25 369,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.25 399,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.25 223,43 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.25 281,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 7.11.25 192,51 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 432 kg
Keila 136 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.442 kg
8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.639 kg
Þorskur 1.418 kg
Keila 235 kg
Karfi 47 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.342 kg
8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 289 kg
Karfi 22 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 324 kg

Skoða allar landanir »