Línubáturinn Páll Jónsson GK hefur undanfarið veitt í hólfum sunnan við landið sem hafa verið lokuð fyrir línuveiðar í aldarfjórðung. Um er að ræða Ingólfshöfðahólf, Síðugrunnshólf og Kötlugrunnshólf. Tilgangurinn er að rannsaka lífríki svæðisins, einkum keilu, og kanna hvernig fiskurinn notar búsvæðið. Um borð eru tveir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar sem sinna rannsóknarvinnu fyrir stofnunina.
Þegar þetta er skrifað er skipið í seinni túr af tveimur en blaðamaður náði tali af Benedikt Jónssyni skipstjóra til að heyra hvernig fyrri túrinn hefði gengið og hvernig veiðin hefði reynst á svæðum sem hafa svo lengi verið lokuð fyrir línuveiðar.
„Ég hef aldrei farið þarna inn áður,“ segir Benedikt. „Þessum hólfum var lokað fyrir mína skipstjórnartíð.“ Spurður hvort eitthvað hafi verið öðruvísi við að veiða á þessum slóðum segist hann hafa haft óljósa hugmynd um svæðið áður en hann hélt í túrinn. „Maður hefur heyrt sögusagnir frá eldri mönnum svo ég hafði svona hugmynd um hvernig veiðarnar fóru fram inni í þessum hólfum, sérstaklega hér áður fyrr þegar það var verið að veiða þessa keilu þarna.“
Hann segist hafa heyrt talað um að botninn væri erfiður og straumarnir miklir. Hann vissi því að hann væri að fara inn á krefjandi svæði. „Flestir karlar sem hafa verið á veiðum í þessum hólfum eru nú ekki á sjó lengur en ég hafði aðgang að forvera mínum sem ég tók við af á Páli Jónssyni. Það var Gísli V. Jónsson, mikill aflaskipstjóri.“
Glöggir menn muna ef til vill að Gísli var sérstaklega heiðraður sem framúrskarandi skipstjóri á Sjávarútvegssýningunni 2022, ári eftir að hann lét af störfum. Hafði hann þá verið á sjó í meira en hálfa öld og ljóst að þar var í mikinn fróðleiksbrunn að sækja fyrir Benedikt. „Ég heyrði í honum fyrir túrinn og við svona ráðfærðum okkur saman. Það er gott að geta leitað til svona reynslubolta.“
Benedikt segir að veiðin í hólfunum hafi verið góð og fiskurinn verið stór og vel haldinn. Túrinn hafi verið áhugaverður að því leyti að nauðsynlegt reyndist að aðlaga ýmislegt að vinnu vísindamannanna. „Á köflum þurftum við að draga mjög hægt til að ná fiskinum lifandi, sem sagt ekki sjokkeruðum,“ segir Benedikt en starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þurftu að fá fiskinn upp í sem bestu ástandi til að stærðarmæla hann, skoða og merkja.
Benedikt útskýrir þetta betur fyrir blaðamanni sem hefur ekki sjálf verið á línubát. „Venjulega drögum við 38-42 króka á mínútu en þegar verið er að merkja fisk þá verður að draga 10 króka á mínútu,“ segir hann. „Þar af leiðandi getur verið erfitt að „manúera“ bátnum. Sérstaklega ef aðstæður eru erfiðar, eins og með strauma, veður og slæmt botnlag.“
Aðspurður segir Benedikt þó að skemmtilegt hafi verið að takast á við aðeins öðruvísi verkefni. „Já, það er alltaf gaman að standa í svona brasi og það er enn þá meira gaman þegar það er búið,“ segir hann kíminn að lokum.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 17.11.25 | 634,58 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 17.11.25 | 622,42 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 17.11.25 | 416,05 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 17.11.25 | 436,79 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 17.11.25 | 270,64 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 17.11.25 | 309,63 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 17.11.25 | 229,64 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 17.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
|---|---|
| Ýsa | 3.754 kg |
| Langa | 1.898 kg |
| Keila | 185 kg |
| Karfi | 42 kg |
| Þorskur | 28 kg |
| Steinbítur | 14 kg |
| Ufsi | 13 kg |
| Samtals | 5.934 kg |
| 17.11.25 Júlli Páls SH 712 Þorskfisknet | |
|---|---|
| Ufsi | 1.665 kg |
| Langa | 168 kg |
| Karfi | 137 kg |
| Blálanga | 126 kg |
| Keila | 38 kg |
| Samtals | 2.134 kg |
| 17.11.25 Sandfell SU 75 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 2.652 kg |
| Þorskur | 750 kg |
| Keila | 325 kg |
| Ufsi | 5 kg |
| Samtals | 3.732 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 17.11.25 | 634,58 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 17.11.25 | 622,42 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 17.11.25 | 416,05 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 17.11.25 | 436,79 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 17.11.25 | 270,64 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 17.11.25 | 309,63 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 17.11.25 | 229,64 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 17.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
|---|---|
| Ýsa | 3.754 kg |
| Langa | 1.898 kg |
| Keila | 185 kg |
| Karfi | 42 kg |
| Þorskur | 28 kg |
| Steinbítur | 14 kg |
| Ufsi | 13 kg |
| Samtals | 5.934 kg |
| 17.11.25 Júlli Páls SH 712 Þorskfisknet | |
|---|---|
| Ufsi | 1.665 kg |
| Langa | 168 kg |
| Karfi | 137 kg |
| Blálanga | 126 kg |
| Keila | 38 kg |
| Samtals | 2.134 kg |
| 17.11.25 Sandfell SU 75 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 2.652 kg |
| Þorskur | 750 kg |
| Keila | 325 kg |
| Ufsi | 5 kg |
| Samtals | 3.732 kg |
