Verði línuívilnun aflögð mun það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Samþjöppun yrði óhjákvæmileg þar sem þeir stærstu myndu leysa til sín aflaheimildir. Bátar yrðu verkefnalausir sem krókaaflmarksbátar og gerðir út til strandveiða sem yki á þrýsting á það veiðikerfi. Því er nauðsynlegt að tryggja aflaheimildir til línuívilnunar allt árið, segir m.a. í bréfi sem Landssamband smábátaeigenda hefur sent Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra, þar sem þess er krafist að reglugerð um línuívilnun verði gefin út þegar í stað og látin gilda frá 1. september sl.
Í bréfinu er lýst áhyggjum smábátamanna yfir því að ekki hefur enn verið gefin út reglugerð um línuívilnun sem að öðru jöfnu hefði átt að liggja fyrir 1. september sl. Ráðherra gaf reyndar út reglugerð í lok ágúst sem mælti fyrir um aflaheimildir til Byggðastofnunar, en lét ógert að setja reglugerð um línuívilnun, almennan byggðakvóta og rækju- og skelbætur. Hefur ráðherra sagst ætla að taka sér umþóttunartíma til næstu áramóta. Hafa útgerðarmenn víða um land lýst áhyggjum sínum vegna þessa.
„Ég hef verulegar áhyggjur af framtíð línuútgerðar smábáta. Flestir þeirra eru með litlar aflaheimildir og því er nauðsynlegt að þeir geti drýgt þær með línuívilnun og leigukvóta. Verði þær leiðir lokaðar, þá sjá menn sæng sína uppreidda,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við Morgunblaðið og nefnir að þetta eigi sér engin fordæmi í sögu línuívilnunarinnar.
Þeim bátum sem notið hafa línuívilnunar hefur farið fækkandi á umliðnum árum. Voru þeir 54 á síðasta fiskveiðiári, en voru 300 talsins fiskveiðiárið 2004/2005 að því er fram kemur í bréfinu. Þá hefur byggðarlögum, þaðan sem bátar eru gerðir út og njóta línuívilnunar, fækkað úr 50 í 30 á sama tímabili.
Línuívilnun er þannig útfærð að bátar sem gerðir eru út til línuveiða njóta umbunar og fá afslátt af aflamarki við löndun. Þannig er báti ívilnað með 750 kílóum af þorski við löndun á 5 tonnum þorsks.
Þorskafli til línuívilnunar hefur sætt skerðingum á umliðnum árum, en á síðasta fiskveiðiári var einungis 800 tonnum þorsks varið til ívilnunar sem var rúmum þriðjungi minna en fiskveiðiárið á undan. Voru heimildir síðasta fiskveiðiárs uppurnar í byrjun mars.
Í bréfinu segir að allt skipulag veiðanna hafi tekið mið af því að línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september sl. eins og undanfarna tvo áratugi.
„Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir þar.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 394 kg |
| Hlýri | 63 kg |
| Karfi | 53 kg |
| Keila | 37 kg |
| Samtals | 547 kg |
| 15.11.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur | |
|---|---|
| Sæbjúga Fax E | 1.355 kg |
| Samtals | 1.355 kg |
| 15.11.25 Leynir ÍS 16 Dragnót | |
|---|---|
| Ýsa | 513 kg |
| Þorskur | 276 kg |
| Samtals | 789 kg |
| 15.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
|---|---|
| Ýsa | 4.938 kg |
| Langa | 1.743 kg |
| Keila | 350 kg |
| Karfi | 61 kg |
| Ufsi | 24 kg |
| Steinbítur | 15 kg |
| Samtals | 7.131 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 394 kg |
| Hlýri | 63 kg |
| Karfi | 53 kg |
| Keila | 37 kg |
| Samtals | 547 kg |
| 15.11.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur | |
|---|---|
| Sæbjúga Fax E | 1.355 kg |
| Samtals | 1.355 kg |
| 15.11.25 Leynir ÍS 16 Dragnót | |
|---|---|
| Ýsa | 513 kg |
| Þorskur | 276 kg |
| Samtals | 789 kg |
| 15.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
|---|---|
| Ýsa | 4.938 kg |
| Langa | 1.743 kg |
| Keila | 350 kg |
| Karfi | 61 kg |
| Ufsi | 24 kg |
| Steinbítur | 15 kg |
| Samtals | 7.131 kg |
