STIM er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur þjónustað fiskeldisgeirann frá árinu 1989. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Noregi en starfsemin teygir sig víða um heiminn. Hefur STIM meðal annars verið með starfsstöð í Síle síðan 1999 og í Skotlandi og Norður-Ameríku síðan 2008.
Þá hafa einnig Kína og Írland bæst við en út af vaxandi eftirspurn og hröðum vexti eldisgeirans hér á landi er STIM nú einnig með starfsmann á Íslandi sem sér um að þjónusta eldisfyrirtækin. Sá heitir Bjarki Már Jóhannsson og hann tók við stöðu viðskiptastjóra STIM á Íslandi fyrr á árinu. Hann hefur þó verið viðriðinn greinina í mun lengri tíma.
„Minn fiskeldisferill byrjaði eiginlega beint eftir háskólann, en ég er líffræðingur að mennt,“ segir Bjarki. „Þá byrjaði ég á því að vinna hjá seiðaeldisstöð Veiðifélags Eystri-Rangár og varð þar á endanum stöðvarstjóri.“ Þegar Bjarki sagði skilið við seiðaeldisstöðina tók við starf í fjölskyldufyrirtæki sem sér um útflutning á slátruðum afurðum. Ekki leið þó á löngu þar til hann sneri aftur í fiskeldisheiminn en frá fjölskyldufyrirtækinu fór hann yfir til GeoSalmo. Þar var hann einn af fyrstu starfsmönnum á dekki og tók þátt í stofnun og uppbyggingu fyrirtækisins.
Nú hefur Bjarki, eins og áður segir, fært sig yfir til STIM og segist ansi spenntur fyrir þeim verkefnum sem bíða hans. „STIM er virkilega öflugt fyrirtæki sem hefur komið að þróun svo margra mikilvægra þátta sem snúa að fiskeldi eins og við þekkjum það í dag,“ segir hann. „Þeir hafa til að mynda gegnt stóru hlutverki í þróun á bóluefnum. Þeir eru með þessa SuperSmolt-tækni sem margir þekkja og er satt að segja ein fullkomnasta tækni til að smolta fisk sem völ er á.
Bjarki bendir einnig á að fyrirtækið bjóði upp á ýmsa aðra þjónustu sem styður við fiskivelferð og sjálfbært fiskeldi. Nefnir hann meðal annars fóðurbætiefni, sérfræðiráðgjöf í fiskiheilbrigði, umhverfismælingar, lífhreinsun og hagræðingu í framleiðslu. Þá minnist Bjarki sérstaklega á SuperSmolt FeedOnly sem er ein af vinsælustu afurðum þeirra.
„Smoltun er þetta náttúrulega ferli sem gerist í ánum þegar fiskurinn fer frá því að vera ferskvatnsfiskur yfir í að verða saltvatnsfiskur,“ segir Bjarki. „Þetta er dýrt ferli fyrir fiskinn enda er um að ræða gríðarlega miklar lífeðlisfræðilegar breytingar.“ Hann útskýrir að SuperSmolt hafi verið hannað til að hjálpa fiskinum með þetta ferli.
SuperSmolt var þróað af dr. Bill Harris en hann verður á Lagarlífsráðstefnunni á vegum STIM þar sem áhugasamir geta hitt hann og spurt spurninga. „Með þessari aðferð missir fiskurinn ekki niður vigt í smoltunarferlinu, hann heldur vexti og stærð og þú færð samstillt smoltunarferli fyrir allan hópinn,“ segir Bjarki. Richard Torrissen vöruþróunarstjóri SuperSmolt, sem margir íslenskir eldismenn þekkja, en hann verður einnig á ráðstefnunni og mun halda þar erindi um kosti SuperSmolt-aðferðarinnar.
Samkvæmt Bjarka horfir STIM til Íslands nú vegna þess að hér á landi sé mikil þekking á sjávarútvegi og tækni og fyrirtæki leggi mikla áherslu á sjálfbærni. Þá sé ljóst að eldisgeirinn, bæði á sjó og landi, vaxi ört hér á landi og því fylgi spennandi tækifæri til nýsköpunar og samstarfs. STIM á nú þegar góðan hóp viðskiptavina á Íslandi en það er helsta ástæða þess að ráðinn hefur verið íslenskur viðskiptastjóri með starfsstöð hér á landi.
„Við erum í raun að leitast við að þjónusta okkar íslensku kúnna betur með því að vera með viðveru á Íslandi. Það er eins og sagt er að málið verður fyrst flókið þegar það er kominn fiskur,“ segir Bjarki og hlær, „en þá er mikill akkur í því að þessi þjónustuiðnaður fyrir greinina sé að byggjast upp samhliða, bæði landeldi og sjóeldi.“ Hann segir það nauðsynlegt ef iðnaðurinn eigi að ná að dafna hér á landi.
STIM er eitt stærsta fyrirtækið af þessum toga sem starfrækt er í Noregi og Bjarki segir að með því fylgi feikilega mikil sérfræðiþekking. Það sé enda mikilvægt í bransa sem er að þróast svo hratt að tæknin og umhverfið breytist frá ári til árs. „Sjálfum líður mér næstum eins og ég sé sestur aftur á skólabekk, þó að ég hafi verið viðriðinn þennan geira svona lengi,“ segir Bjarki. Hann segir að vöxturinn hafi verið svo hraður í bæði land- og sjókvíaeldi á Íslandi að þjóðin sé varla búin að átta sig á því hvað þessi atvinnuvegur sé orðinn stór.
Bjarki segir jafnframt að margt hafi breyst frá þeim tíma sem hann fór að stíga sín fyrstu skref innan fiskeldisgeirans. „Allt hefur orðið stærra, öflugra og skilvirkara,“ segir hann. „Góð ákvarðanataka í fiskeldi byggist hins vegar á góðum skilningi á líffræði framleiðsludýranna. Enginn hátæknibúnaður getur breytt grunnlíffræði.“ Bjarki segir það vera eina af lykilstoðum STIM sem hann tileinkar sér í nýju starfi og tekur með sér inn á íslenska markaðinn.
„Við sjáum mikla möguleika í því að styðja við íslenska framleiðendur með okkar heilbrigðislausnum. Við vitum að þær styðja við langtímavöxt fisksins og hjálpa fyrirtækjunum að uppfylla stöng gæðaviðmið, bæði hérna heima og á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarki.
„Fiskivelferð er alveg grundvallaratriði fyrir fyrirtæki í þessum geira. Það skiptir ekki bara máli fyrir reksturinn heldur líka til að viðhalda trausti almennings. Ég held að það sé öllum ljóst að fyrirtæki sem leggja áherslu á velferð fiska eru í mun sterkari stöðu til að mæta væntingum markaðarins og byggja upp gott orðspor. Þetta er eitthvað sem við aðstoðum við.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 394 kg |
| Hlýri | 63 kg |
| Karfi | 53 kg |
| Keila | 37 kg |
| Samtals | 547 kg |
| 15.11.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur | |
|---|---|
| Sæbjúga Fax E | 1.355 kg |
| Samtals | 1.355 kg |
| 15.11.25 Leynir ÍS 16 Dragnót | |
|---|---|
| Ýsa | 513 kg |
| Þorskur | 276 kg |
| Samtals | 789 kg |
| 15.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
|---|---|
| Ýsa | 4.938 kg |
| Langa | 1.743 kg |
| Keila | 350 kg |
| Karfi | 61 kg |
| Ufsi | 24 kg |
| Steinbítur | 15 kg |
| Samtals | 7.131 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 394 kg |
| Hlýri | 63 kg |
| Karfi | 53 kg |
| Keila | 37 kg |
| Samtals | 547 kg |
| 15.11.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur | |
|---|---|
| Sæbjúga Fax E | 1.355 kg |
| Samtals | 1.355 kg |
| 15.11.25 Leynir ÍS 16 Dragnót | |
|---|---|
| Ýsa | 513 kg |
| Þorskur | 276 kg |
| Samtals | 789 kg |
| 15.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
|---|---|
| Ýsa | 4.938 kg |
| Langa | 1.743 kg |
| Keila | 350 kg |
| Karfi | 61 kg |
| Ufsi | 24 kg |
| Steinbítur | 15 kg |
| Samtals | 7.131 kg |
