Samvinna sem leiðir af sér sjálfbærni

Loftmynd af Eldisgarðinum, nýrri landeldisstöð Samherja á Reykjanesi. Þar verða …
Loftmynd af Eldisgarðinum, nýrri landeldisstöð Samherja á Reykjanesi. Þar verða seiðastöð, áframeldisstöð, vinnsla og þjónustubyggingar. Nýting á jarðhita, jarðsjó og endurnýjanlegri raforku verður í fyrirrúmi. Ljósmynd/Aðsend

Samherji hefur stundað landeldi á bleikju og laxi í yfir 20 ár og er í dag meðal leiðandi aðila í landeldi á heimsvísu. Nú er unnið að byggingu Eldisgarðs, sem er ný landeldisstöð Samherja á Reykjanesi, en þar er gert ráð fyrir að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu 11 árum. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir að þrátt fyrir mikla reynslu sé fyrirtækið alltaf að læra eitthvað nýtt.

Á undanförnum árum hefur Samherji styrkt stöðu sína í landeldi. Fyrirtækið hefur stundað landeldi á bæði bleikju og laxi í yfir 20 ár og er í dag meðal leiðandi aðila í landeldi á heimsvísu og leggur áherslu á sjálfbærni, umhverfisábyrgð og hagkvæmni. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir ánægjulegt að vera alltaf að læra eitthvað nýtt þrátt fyrir mikla reynslu.

„Við finnum mikið fyrir áhuga á okkar grein í dag og það skilar fjármunum til fjárfestinga sem hvetur birgja til þróunar búnaðar sem síðan eykur hagkvæmni framleiðslunnar. Þannig að þrátt fyrir að hafa verið lengi í landeldi höfum við aldrei lært meira en síðustu ár. Við höfum meiri möguleika en margir til að skoða nýjungar með hliðsjón af því sem við höfum gert áður í okkar stöðvum og nýta reynslu okkar þannig til ákvarðanatöku.“

Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis: „Eldi er frábær framleiðsluaðferð …
Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis: „Eldi er frábær framleiðsluaðferð á próteini og varminn er stærsta breytan í okkar orkujöfnu.“ Ljósmynd/Aðsend

Jón nefnir að við byggingu risaverkefnis eins og Eldisgarðs, sem er ný stöð á Reykjanesi, komi reynslan sér vel. „Við erum að nýta reynsluna við hönnun stöðvarinnar og ferla innan hennar með það að markmiði að lágmarka fjárfestingu og framleiðslukostnað. Það hefur hingað til ekki verið skortur á hugmyndum og skoðunum þeirra sem hafa verið í eldi lengi í þessum hóp okkar, sem er frábært til að leiða fram góðar lausnir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.11.25 595,94 kr/kg
Þorskur, slægður 6.11.25 577,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.11.25 396,77 kr/kg
Ýsa, slægð 6.11.25 442,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.11.25 302,18 kr/kg
Ufsi, slægður 6.11.25 389,06 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 6.11.25 352,20 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.11.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 1.691 kg
Karfi 407 kg
Steinbítur 174 kg
Skarkoli 157 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 2.435 kg
6.11.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 5.442 kg
Þorskur 3.699 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 9.142 kg
6.11.25 Magnús SH 205 Dragnót
Þorskur 1.193 kg
Skrápflúra 811 kg
Ýsa 466 kg
Sandkoli 11 kg
Steinbítur 7 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.492 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.11.25 595,94 kr/kg
Þorskur, slægður 6.11.25 577,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.11.25 396,77 kr/kg
Ýsa, slægð 6.11.25 442,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.11.25 302,18 kr/kg
Ufsi, slægður 6.11.25 389,06 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 6.11.25 352,20 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.11.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 1.691 kg
Karfi 407 kg
Steinbítur 174 kg
Skarkoli 157 kg
Grálúða 6 kg
Samtals 2.435 kg
6.11.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 5.442 kg
Þorskur 3.699 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 9.142 kg
6.11.25 Magnús SH 205 Dragnót
Þorskur 1.193 kg
Skrápflúra 811 kg
Ýsa 466 kg
Sandkoli 11 kg
Steinbítur 7 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.492 kg

Skoða allar landanir »