Samherji hefur stundað landeldi á bleikju og laxi í yfir 20 ár og er í dag meðal leiðandi aðila í landeldi á heimsvísu. Nú er unnið að byggingu Eldisgarðs, sem er ný landeldisstöð Samherja á Reykjanesi, en þar er gert ráð fyrir að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu 11 árum. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir að þrátt fyrir mikla reynslu sé fyrirtækið alltaf að læra eitthvað nýtt.
Á undanförnum árum hefur Samherji styrkt stöðu sína í landeldi. Fyrirtækið hefur stundað landeldi á bæði bleikju og laxi í yfir 20 ár og er í dag meðal leiðandi aðila í landeldi á heimsvísu og leggur áherslu á sjálfbærni, umhverfisábyrgð og hagkvæmni. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir ánægjulegt að vera alltaf að læra eitthvað nýtt þrátt fyrir mikla reynslu.
„Við finnum mikið fyrir áhuga á okkar grein í dag og það skilar fjármunum til fjárfestinga sem hvetur birgja til þróunar búnaðar sem síðan eykur hagkvæmni framleiðslunnar. Þannig að þrátt fyrir að hafa verið lengi í landeldi höfum við aldrei lært meira en síðustu ár. Við höfum meiri möguleika en margir til að skoða nýjungar með hliðsjón af því sem við höfum gert áður í okkar stöðvum og nýta reynslu okkar þannig til ákvarðanatöku.“
Jón nefnir að við byggingu risaverkefnis eins og Eldisgarðs, sem er ný stöð á Reykjanesi, komi reynslan sér vel. „Við erum að nýta reynsluna við hönnun stöðvarinnar og ferla innan hennar með það að markmiði að lágmarka fjárfestingu og framleiðslukostnað. Það hefur hingað til ekki verið skortur á hugmyndum og skoðunum þeirra sem hafa verið í eldi lengi í þessum hóp okkar, sem er frábært til að leiða fram góðar lausnir.“
Samherji fékk nýverið ASC-vottun eða Aquaculture Stewardship Council, sem er alþjóðlegt vottunarkerfi sem tryggir að fiskeldi sé stundað á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Vottunin felur í sér strangar kröfur um rekjanleika, umhverfisáhrif, dýravelferð og starfsaðstæður starfsfólks. Til að standast úttekt þurfa fyrirtæki að sýna fram á að þau lágmarki mengun og úrgang, gæti þess að eldið hafi ekki neikvæð áhrif á vistkerfi, tryggi góða meðferð og heilsu fiska og virði réttindi starfsmanna.
Allar afurðir sem bera ASC-merkið verða að vera rekjanlegar til uppruna síns. Vottunin er veitt eftir ítarlegt úttektarferli sem endurtekið er árlega af óháðum aðilum. Fyrir fyrirtæki eins og Samherja felur hún í sér aukinn aðgang að mörkuðum þar sem kaupendur krefjast vottunar, auk þess sem hún styrkir ímynd og getur tryggt hærra verð fyrir afurðirnar. Með ASC-vottun sýna framleiðendur að þeir uppfylli ströngustu alþjóðlegu kröfur um sjálfbærni og ábyrgt fiskeldi.
„Þessi skilyrði lúta að rekjanleika, umhverfi, starfsfólki og dýravelferð í mörgum liðum og löngu máli. Vottunarferlið er síðan árlegt ferli þar sem farið er yfir allan reksturinn. Við förum í þessa vottun til að hafa aðgang að ákveðnum mörkuðum með okkar vörur. Verkefni okkar er síðan að fá til baka kostnaðinn í hærra verði til okkar viðskiptavina,“ segir Jón.
Eldisgarðurinn er ný landeldisstöð Samherja á Reykjanesi, reist innan Auðlindagarðs HS orku. Þar er gert ráð fyrir framleiðslu á allt að 40.000 tonnum af laxi á ári í þremur áföngum til ársins 2032. Í Eldisgarðinum verða seiðastöð, áframeldisstöð, vinnsla og þjónustubyggingar, og mun verkefnið byggja á nýtingu jarðhita, jarðsjó og endurnýjanlegrar raforku. Með nýrri hönnun og ferlum er markmiðið að hámarka hagkvæmni, lágmarka kolefnisspor og skapa á annað hundrað störf þegar framleiðsla er komin á fullt.
Fiskeldi á landi er ekki aðeins tæknilega krefjandi heldur kallar það einnig á mikla orku. Með því að nýta þessa orku má draga verulega úr kolefnisspori framleiðslunnar og skapa hagkvæman rekstur sem stenst strangar kröfur um sjálfbærni.
„Í Eldisgarði munum við taka gríðarlegt magn af varmaorku sem í dag rennur ónýtt til sjávar og breyta henni í prótein af bestu gerð til manneldis. Þetta er orka á stærðargráðu við alla raforkuframleiðslu Búrfellsvirkjunar. Fyrir mér er þetta eitt stærsta umhverfisverkefni á Íslandi sem hefur í stóru myndinni jákvæð áhrif á margan hátt fyrir Ísland, HS Orku og Samherja Fiskeldi. Eldi er frábær framleiðsluaðferð á próteini og varminn er stærsta breytan í okkar orkujöfnu en að auki erum við að að nota endurnýtalega raforku og lágmarka orkunotkun sem við nýtum til framleiðslunnar. Kolefnisspor okkar verður því með því lægsta sem þekkist sem er að sjálfsögðu ánægjulegt.“
„Bleikja frá Samherja er í dag stærsta framleiðsla sinnar tegundar í heiminum,“ segir Jón. „Árangurinn skýrist fyrst og fremst af vinnusemi og áhuga þeirra sem að þessu standa, en líka af því að öll keðjan, frá hrogni til afurðar, hefur verið í lagi og varan góð. Við höfum afhent bleikju allar vikur síðan 2006 og það er nauðsynlegt til að byggja upp traust á mörkuðum. Þessir markaðir hafa með fyrirsjáanleika og stöðugleika í framboði borgað hátt verð fyrir góða vöru í mörg ár. Fram undan er svo ný sókn með bæði bleikju og lax. Við stefnum á að framleiða áfram frábæra vöru sem er eftirsótt á bestu mörkuðum. Í dag höfum við Landlaxinn í búðum fyrir þá sem vilja sannreyna þessi gæði. Með því erum við að gefa öllum neytendum kost á að velja lax frá landeldi sem kemur alltaf beint frá okkur og er af okkar bestu gæðum. Með slíkum merkingum erum við að sjálfsögðu að setja okkur fram og sýna að við erum stolt af okkar vörum og stöndum að á bak við það því að varan standist væntingar kröfuharðra neytenda,“ segir Jón og bætir við: „Landlax er verkefni sem hefur gengið frábærlega hjá okkur og við erum þakklát þeim Íslendingum sem eru að kaupa hann aftur og aftur í matinn handa sér og sínum.“
Þótt landeldi hafi á síðustu árum tekið stórt stökk er ljóst að næstu skref verða bæði krefjandi og spennandi. Fram undan bíða verkefni sem snúa að uppbyggingu, rekstri og mannauði, en á sama tíma eru tækifærin gríðarleg, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur einnig fyrir íslenskt samfélag og útflutningstekjur þjóðarinnar. Blaðamaður spurði Jón hverjar séu stærstu áskoranir og hvaða tækifæri hann sér fyrir í landeldi á næstu árum.
„Í dag er áskorun hjá okkur að klára byggingarframkvæmdir á tíma og fjárhagsáætlun og við róum að því öllum árum næstu misseri. Í kjölfar þess þurfum við að koma öllu í gang og sýna fram á að við getum það sem við segjum og trúum á. Hvað þetta varðar er mönnun á hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að takast á við verkefnin sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi stærsta áskorunin. Tækifærin liggja í að búa til nýja stoð undir útflutning frá Íslandi sem getur vaxið á sjálfbæran hátt. Það er það sem mun greiða fyrir velferðarkerfi framtíðarinnar. Það eru líka áskoranir og tækifæri tengd því hvernig ríkið gerir umgjörðina til að greiða fyrir fjárfestingum eins og þessum sem eru af stærðargráðu sem varla þekkist í einkageiranum á Íslandi.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 6.11.25 | 595,94 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 6.11.25 | 577,02 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 6.11.25 | 396,77 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 6.11.25 | 442,90 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 6.11.25 | 302,18 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 6.11.25 | 389,06 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 6.11.25 | 352,20 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 6.11.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
|---|---|
| Ýsa | 1.691 kg |
| Karfi | 407 kg |
| Steinbítur | 174 kg |
| Skarkoli | 157 kg |
| Grálúða | 6 kg |
| Samtals | 2.435 kg |
| 6.11.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.442 kg |
| Þorskur | 3.699 kg |
| Steinbítur | 1 kg |
| Samtals | 9.142 kg |
| 6.11.25 Magnús SH 205 Dragnót | |
|---|---|
| Þorskur | 1.193 kg |
| Skrápflúra | 811 kg |
| Ýsa | 466 kg |
| Sandkoli | 11 kg |
| Steinbítur | 7 kg |
| Þykkvalúra | 4 kg |
| Samtals | 2.492 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 6.11.25 | 595,94 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 6.11.25 | 577,02 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 6.11.25 | 396,77 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 6.11.25 | 442,90 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 6.11.25 | 302,18 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 6.11.25 | 389,06 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 6.11.25 | 352,20 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 6.11.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
|---|---|
| Ýsa | 1.691 kg |
| Karfi | 407 kg |
| Steinbítur | 174 kg |
| Skarkoli | 157 kg |
| Grálúða | 6 kg |
| Samtals | 2.435 kg |
| 6.11.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.442 kg |
| Þorskur | 3.699 kg |
| Steinbítur | 1 kg |
| Samtals | 9.142 kg |
| 6.11.25 Magnús SH 205 Dragnót | |
|---|---|
| Þorskur | 1.193 kg |
| Skrápflúra | 811 kg |
| Ýsa | 466 kg |
| Sandkoli | 11 kg |
| Steinbítur | 7 kg |
| Þykkvalúra | 4 kg |
| Samtals | 2.492 kg |

