Fyrsta skarlatsrækjan í tvo áratugi

Skarlatsrækjan var send til Hafrannsóknastofnunar til frekari rannsókna.
Skarlatsrækjan var send til Hafrannsóknastofnunar til frekari rannsókna. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Hrafn Sveinbjarnarson GK var nýlega við veiðar djúpt suðaustur af landinu og veiddi þar óvanalega stóra rækju. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar.

Rækjan var send til rannsókna og í ljós kom að hér var á ferðinni svokölluð skarlatsrækja (Aristaeopsis edwardsiana). Sú hefur aðeins örsjaldan áður veiðst við Ísland en Hafrannsóknastofnun skráði tíu tilvik þar sem skarlatsrækja fannst hér við land á árunum 1996-2005. Þetta er því fyrsta skarlatsrækjan sem veiðst hefur á íslensku hafsvæði í tvo áratugi.

Ekki er erfitt að sjá hvaðan skarlatsrækjan fékk nafn sitt …
Ekki er erfitt að sjá hvaðan skarlatsrækjan fékk nafn sitt en hún er fagurrauð á litinn. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Ein stærsta rækjutegund heims

Skarlatsrækju er lýst nánar í frétt Hafrannsóknastofnunar: „Skarlatsrækja er stór, dökkrauð djúpsjávarrækja og getur orðið allt að 30 cm löng. Hún er ein af stærstu rækjutegundunum sem þekkjast í heiminum. Hún lifir helst á leirbotni á 400 til 900 m dýpi en getur fundist á allt að 1.850 m dýpi. Hún heldur sig aðallega á leirbotni og finnst í tempruðum og heitum sjó, frá ströndum Spánar suður til Suður-Afríku. Því er fundur hennar hér við Ísland sérstakur þar sem hún er töluvert langt frá sínu hefðbundna útbreiðslusvæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.11.25 648,00 kr/kg
Þorskur, slægður 10.11.25 586,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.11.25 401,08 kr/kg
Ýsa, slægð 10.11.25 467,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.11.25 281,27 kr/kg
Ufsi, slægður 10.11.25 362,21 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 10.11.25 264,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.11.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 20.880 kg
Ýsa 18.497 kg
Karfi 201 kg
Samtals 39.578 kg
10.11.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.246 kg
Samtals 1.246 kg
10.11.25 Hoffell SU 80 Flotvarpa
Síld 785.972 kg
Karfi 2.213 kg
Ufsi 1.830 kg
Kolmunni 1.520 kg
Grásleppa 81 kg
Þorskur 10 kg
Samtals 791.626 kg
10.11.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 7.739 kg
Ýsa 2.986 kg
Ufsi 258 kg
Samtals 10.983 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.11.25 648,00 kr/kg
Þorskur, slægður 10.11.25 586,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.11.25 401,08 kr/kg
Ýsa, slægð 10.11.25 467,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.11.25 281,27 kr/kg
Ufsi, slægður 10.11.25 362,21 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 10.11.25 264,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.11.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 20.880 kg
Ýsa 18.497 kg
Karfi 201 kg
Samtals 39.578 kg
10.11.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.246 kg
Samtals 1.246 kg
10.11.25 Hoffell SU 80 Flotvarpa
Síld 785.972 kg
Karfi 2.213 kg
Ufsi 1.830 kg
Kolmunni 1.520 kg
Grásleppa 81 kg
Þorskur 10 kg
Samtals 791.626 kg
10.11.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 7.739 kg
Ýsa 2.986 kg
Ufsi 258 kg
Samtals 10.983 kg

Skoða allar landanir »