Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur tekið á móti ríflega 15.000 tonnum af síld til vinnslu á vertíðinni, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Að sögn Geirs Sigurpáls Hlöðverssonar rekstrarstjóra fiskiðjuversins hefur vinnslan almennt gengið mjög vel fyrir sig. Þá segir hann hráefnið fyrsta flokks en stærsta síldin er heilfryst og einnig eru framleidd samflök og roðlaus flök.
Í gær kom Börkur NK með 860 tonn af síld til vinnslu. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri sagðist vera hæstánægður með vertíðina.
„Hún hefur gengið vel í alla staði. Þessi túr stóð í þrjátíu tíma og aflinn fékkst í þremur holum í Bakkaflóadýpinu. Almennt er dregið í einn til tvo tíma í hverju holi,“ segir Hálfdan. „Síldin sem við fengum núna er heldur smærri en áður en engu að síður er um fínustu síld að ræða sem hentar vel til vinnslu.“
Hann tekur fram að eitthvað fáist af íslenskri sumargotssíld en uppistaða aflans sé þó norsk-íslensk síld. „Nú fer að líða að lokum þessarar vertíðar en í kjölfar hennar verður farið að hyggja að veiðum á íslenskri sumargotssíld,“ segir Hálfdan að lokum.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 10.11.25 | 648,00 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 10.11.25 | 586,21 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 10.11.25 | 401,08 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 10.11.25 | 467,37 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 10.11.25 | 281,27 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 10.11.25 | 362,21 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 10.11.25 | 264,43 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 10.11.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa | |
|---|---|
| Karfi | 42.433 kg |
| Blálanga | 2.100 kg |
| Samtals | 44.533 kg |
| 10.11.25 Gullver NS 12 Botnvarpa | |
|---|---|
| Þorskur | 20.880 kg |
| Ýsa | 18.497 kg |
| Karfi | 201 kg |
| Samtals | 39.578 kg |
| 10.11.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
|---|---|
| Ígulker Bf B | 1.246 kg |
| Samtals | 1.246 kg |
| 10.11.25 Hoffell SU 80 Flotvarpa | |
|---|---|
| Síld | 785.972 kg |
| Karfi | 2.213 kg |
| Ufsi | 1.830 kg |
| Kolmunni | 1.520 kg |
| Grásleppa | 81 kg |
| Þorskur | 10 kg |
| Samtals | 791.626 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 10.11.25 | 648,00 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 10.11.25 | 586,21 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 10.11.25 | 401,08 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 10.11.25 | 467,37 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 10.11.25 | 281,27 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 10.11.25 | 362,21 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 10.11.25 | 264,43 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 10.11.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa | |
|---|---|
| Karfi | 42.433 kg |
| Blálanga | 2.100 kg |
| Samtals | 44.533 kg |
| 10.11.25 Gullver NS 12 Botnvarpa | |
|---|---|
| Þorskur | 20.880 kg |
| Ýsa | 18.497 kg |
| Karfi | 201 kg |
| Samtals | 39.578 kg |
| 10.11.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
|---|---|
| Ígulker Bf B | 1.246 kg |
| Samtals | 1.246 kg |
| 10.11.25 Hoffell SU 80 Flotvarpa | |
|---|---|
| Síld | 785.972 kg |
| Karfi | 2.213 kg |
| Ufsi | 1.830 kg |
| Kolmunni | 1.520 kg |
| Grásleppa | 81 kg |
| Þorskur | 10 kg |
| Samtals | 791.626 kg |
