„Vandasöm verkefni heilla mig og allt sem tengist sjávarútvegi stendur mér nærri. Með þessu framtaki er ég að halda einstakri sögu til haga,“ segir Ingvar Friðbjörn Sveinsson, skipamódelsmiður í Hnífsdal. Hann var sjómaður í 45 ár og þegar í land var komið þurfti hann ný viðfangsefni til að fylla í eyður daganna.
Síðustu árin hefur Ingvar Friðbjörn varið löngum stundum í smíði á módelum af togurum fyrri tíðar. Við þá iðju hefur hann varið flestum lausum stundum síðustu árin og útkoman er einstök.
Í atvinnuháttum á Íslandi urðu straumhvörf með tilkomu fyrstu togaranna á fyrstu árum 20. aldarinnar. Einn þeirra var Júpíter GK 161, smíðaður í Beverley á Englandi árið 1925 og var 394 brúttótonn. Skipið var lengi í eigu útgerðarfélagsins Alliance í Reykjavík og seinna Tryggva Ófeigssonar sem rak útgerðina Júpíter og Mars. Júpiter var síðar seldur til Þingeyrar og hét þá Guðmundur Júní ÍS 20.
Eldur kom upp í togaranum árið 1963 svo hann varð ónýtur og nú er flakið í uppfyllingu við höfnina á Ísafirði. Líkan af þessu skipi er á vinnustofu Friðbjörns fyrir vestan hvar hann er einnig með í smíðum eftirgerð af Júní GK 345; nýsköpunartogara eins og þeir voru kallaðir. Þetta var skip sem Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fékk árið 1951 og var með í flota sínum til 1964, að togarinn var seldur úr landi.
„Júpíter gamli var einstakt skip, kolatogari sem átti sér merka sögu. Það sem mér finnst standa upp úr er að í síðari heimsstyrjöld og lengi eftir það var Júpíter oft í siglingum til Bretlands með afla sem seldur var á mörkuðum þar ytra. Siglt var til Grimsby, Hull og Fleetwood á Englandi og Aberdeen í Skotlandi og þannig fengust mikilvægar tekjur til landsins. Í því efni má hlutur sjómannanna ekki gleymast,“ segir módelsmiðurinn.
Módelsmíði er um margt svipuð og þegar stærri skip og raunveruleg eru sett saman. Fyrst er kjölurinn lagaður og svo sett upp bönd og síður lögð á þau.
„Þetta er allt tekið eftir teikningum frá Samgöngustofu,“ segir viðmælandi. „Módelin á móti veruleikanum eru í 1:25 og af því leiðir að mín vinna er nákvæmnisverk. Af mörgu þarf ég að taka skífumál og jafnvel vinna með flísatöng, því þetta þarf allt að vera 100% eins og fyrirmyndin. Plast, tré og ál eru algengustu efnin sem ég vinn með. Svo þarf að pússa allt og slípa.“
Ingvar Friðbjörn áætlar að á síðustu þremur árum hafi hann varið alls 8.700 klukkustundum í smíðina á líkönunum tveimur.
„Mér reynist vel að hafa tvennt í takinu samtímis. Ég er kannski að líma og mála annan gripinn og meðan allt þornar vinn ég í hinum. Og er strax farinn að líta til næsta verkefnis; kolatogara af gömlu gerðinni í þeirri útgáfu að sjáist hvernig var innanborðs. Fyrirmyndirnar eru skýrar,“ segir módelsmiðurinn í Hnífsdal.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
