Loðnukvóti verði tæp 44 þúsund tonn

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var við mælingar á loðnu í síðasta …
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var við mælingar á loðnu í síðasta mánuði. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli loðnu verði 43.766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/2026. Um er að ræða 6% minni afla en stofnunin lagði til á síðasta fiskveiðiári. Stofnunin byggir ráðgjöf sína á mælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og samkvæmt gildandi aflareglu. Ráðgjöfin verður endurmetin í byrjun árs 2026.

Þetta kemur fram í nýrri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, sem er í samræmi við upphafsráðgjöfina sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Heildarmagn loðnu mældist 1,2 milljónir tonna.

Mælingar skipanna fóru fram á tímabilinu 23. ágúst til 22. september 2025 og er talið að leiðangurinn hafi náð yfir allt útbreiðslusvæði loðnustofnsins. Loðnan mældist nokkuð jafndreifð og mælingin hafði fremur lágan breytistuðul.

Hafró leggur til 6% minni loðnukvóta en á síðasta ári.
Hafró leggur til 6% minni loðnukvóta en á síðasta ári. Morgunblaðið/Óskar Pétur

Heildarmagn loðnu mældist 1.209 þúsund tonn, þar af var 418 þúsund tonn kynþroska. Samkvæmt niðurstöðum bergmálsmælinga og að teknu tilliti til afráns er talið að með afla upp á 65.650 tonn næðist markmið aflareglu um að skilja eftir að minnsta kosti 114 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Í varúðarskyni miðast milliráðgjöfin nú við tvo þriðju þess afla, eða 43.766 tonn.

Sterkur árgangur ungloðnu 2024

Magn ókynþroska loðnu mældist um 119 milljarðar, sem er fimmta hæsta gildi frá því mælingar hófust. Þetta bendir til þess að 2024-árgangurinn sé stór og af svipaðri stærðargráðu og 2019-árgangurinn, sem leiddi af sér mikinn afla vertíðirnar fiskveiðiárin 2021/22 og 2022/23.

Í tilkynningunni segir að þessar niðurstöður muni nýtast við ákvörðun um upphafsaflamark fyrir fiskveiðiárið 2026/2027, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) muni gefa út í júní á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 5.153 kg
Þorskur 2.409 kg
Steinbítur 576 kg
Keila 24 kg
Samtals 8.162 kg
15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 612 kg
Þorskur 235 kg
Langa 226 kg
Karfi 68 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.189 kg
15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 488 kg
Ýsa 80 kg
Langa 71 kg
Steinbítur 60 kg
Skarkoli 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 722 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 5.153 kg
Þorskur 2.409 kg
Steinbítur 576 kg
Keila 24 kg
Samtals 8.162 kg
15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 612 kg
Þorskur 235 kg
Langa 226 kg
Karfi 68 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.189 kg
15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 488 kg
Ýsa 80 kg
Langa 71 kg
Steinbítur 60 kg
Skarkoli 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 722 kg

Skoða allar landanir »