Einn af öldungum íslenska togaraflotans, Blængur NK, er kominn á veiðar á ný eftir að hafa verið í slipp.
Blængur NK hafði verið í slipp í Reykjavík í á sjöttu viku. Hann var sjósettur 2. október sl. og hélt fljótlega til veiða.
„Það hefur heilmikið verið gert og skipið er virkilega flott. Blængur er í sparifötunum núna,“ sagði Grétar Örn Sigfinnsson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar, í viðtali á heimasíðu fyrirtækisins.
Skipið var málað hátt og lágt, aðalvélin var tekin upp og framkvæmdur öxuldráttur ásamt því að fleiri viðhaldsverkefnum var sinnt. Upphaflega var gert ráð fyrir að skipið yrði í slipp í fjórar vikur en reyndin var sú að það var í slippnum í á sjöttu viku. Þannig að tímalega séð fór verkið töluvert fram úr áætlun, bætir Grétar Örn við.
Í fyrstu hélt Blængur sig á Vestfjarðamiðum en hélt síðan norður fyrir land. Í gær var Blængur að veiðum á Vopnafjarðargrunni.
Í tilefni af slipptöku Blængs rifjaði Morgunblaðið upp sögu Blængs og Spánartogaranna svokölluðu.
Þetta voru stærstu togarar íslenska flotans, 68 metrar að lengd. Þeir voru smíðaðir eftir sömu teilkningunni í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni. Spánartogararnir urðu sex talsins og komu til landsins á árunum 1973-1975.
Spánartogararnir voru gerðir út til fiskveiða við landið í áratugi og reyndust yfirleitt mikil aflaskip. Miklar breytingar voru gerðar á sumum þeirra í áranna rás og nokkrum þeirra var breytt í frystitogara.
Spánartogararnir týndu tölunni hver af öðrum þegar aldurinn færðist yfir og sumir voru seldir í brotajárn. Nú er aðeins einn eftir, Blængur NK.
Blængur hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE og var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem er löngu hætt starfsemi. Skipið kom nýtt til landsins 24. janúar 1974.
Bæjarútgerðin átti togarann til ársins 1985 en þá festi Ögurvík hf. kaup á honum og var honum þá breytt í frystiskip. Fékk hann nafnið Freri RE.
Árið 2000 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á Frera en þá var hann meðal annars lengdur um 10 metra og aðalvél endurnýjuð.
Sumarið 2015 festi Síldarvinnslan í Neskaupstað kaup á frystitogaranum Frera af Ögurvík hf. og fékk hann þá nafnið Blængur og einkennisstafina NK 125. Árið 2016 vou enn á ný gerðar breytingar á togaranum.
En þrátt fyrir allar þessar breytingar hefur eitt ekki breyst. Blængur er áfram mikið aflaskip sem fer vel með áhöfnina.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
/frimg/1/60/21/1602190.jpg)