Vonandi tuttugu til þrjátíu milljarðar

Heiðrún Lind segir samband magns og verðmæta í loðnu í …
Heiðrún Lind segir samband magns og verðmæta í loðnu í raun ekkert. Minni kvóti geti jafnvel skapað meiri verðmæti heldur en stærri. Samsett mynd/mbl.is/Hallur/Óskar Pétur

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, vonast til að um 33 þúsund tonna loðnukvóti, sem fellur íslenskum sjávarútvegi í skaut fiskveiðiárið 2025/2026 geti skilað tuttugu til þrjátíu milljörðum króna.

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli loðnu verði 43.766 tonn fyrir fiskveiðiárið en um er að ræða 6% minni afla en stofnunin lagði til á síðasta fiskveiðiári. Ráðgjöfin er byggð á á mælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og samkvæmt gildandi aflareglu. Verður hún endurmetin í byrjun árs 2026.

Heiðrún segir í samtali við mbl.is að spurningunni um verðmæti kvótans verði kannski ekki svarað, hún sé ákveðinn leikur að tölum.

Vonar að markaðir taki við sér

„Samband magns og verðmæta í loðnu er í raun ekkert. Minni kvóti getur jafnvel fært okkur meiri verðmæti heldur en stærri kvóti. Það fer allt eftir því í hvaða afurðir aflinn fer.

Loðnuhrognin gefa auðvitað mest verðmæti þannig að maður vonar auðvitað að þrátt fyrir tvö erfið loðnulaus ár þá taki markaðir við sér og séu tilbúnir að greiða töluvert hátt verð fyrir þá loðnu sem loksins er komin.

Þannig að maður vonar að verðmæti þessara 33 þúsund tonna sem falla okkur í skaut verði – ef maður getur skotið á það í einhverjum samkvæmisleik – að kannski tuttugu til þrjátíu milljörðum.“

81% kvótans til Íslands

81% loðnukvótans er eyrnamerkt íslenskum sjávarútvegi en tvíhliða samningur við Færeyjar kveður á um að Færeyingar fái 5% af okkar kvóta. Hin 19% skiptast á milli Noregs og Grænlands.

Heiðrún segir jákvæð tíðindi að loðna hafi fundist og að Hafrannsóknarstofnun veiti nú ráðgjöf.

„Það er þó vonandi bara byrjunin og vonandi fáum við í öllu falli skip á sjó í lok þessa árs eða byrjun þess næsta sem gefur kannski aukinn kraft í loðnuleit í byrjun næsta árs.

Þannig leyfir maður sér að vona að það verði stærri loðnukvóti gefinn út að endingu,“ segir hún.

Loðnurannsóknir áhyggjuefni

Spurð hvort áhyggjuefni sé að Hafrannsóknarstofnun leggi til 6% minni afla en á síðasta fiskveiðiári svara Heiðrún að heilt yfir séu loðnurannsóknir áhyggjuefni.

„Við erum að sjá allt of mörg loðnulaus ár þrátt fyrir að tilfinningin sé sú að það sé töluvert magn af loðnu í sjónum,“ segir Heiðrún og bætir því við að erfitt sé að segja til um hvað valdi. Hvort um sé að ræða breytingar í hafinu eða veruleg aukning hvals t.d. þannig að afrán hvals í loðnu verði þeim mun meira.

„Allt eru þetta þættir sem við í raun vitum ótrúlega lítið um vegna þess að rannsóknir eru bara ekki nægar, því miður.“

Hún segir rannsóknir háðar fjármagni og það sé af skornum skammti. Sjódagar skipa til loðnuleitarinnar séu allt of fáir þannig að útgerðirnar hafi þurft að greiða, taka þátt í og létta undir með lögbundnu hlutverki Hafrannsóknarstofnunar í loðnuleit.

Þá segir hún að mikilvægt sér að rannsaka lífsferil loðnunnar. Þar þurfi einfaldlega að bæta í.

„Útgerðir greiða veiðigjald sem á að standa undir fullburða rannsóknum. Rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar úr sjávarauðlindinni. Þannig að það er skammsýni ef við lítum á þær sem sokkinn kostnað en ekki fjárfestingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 5.153 kg
Þorskur 2.409 kg
Steinbítur 576 kg
Keila 24 kg
Samtals 8.162 kg
15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 612 kg
Þorskur 235 kg
Langa 226 kg
Karfi 68 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.189 kg
15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 488 kg
Ýsa 80 kg
Langa 71 kg
Steinbítur 60 kg
Skarkoli 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 722 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 5.153 kg
Þorskur 2.409 kg
Steinbítur 576 kg
Keila 24 kg
Samtals 8.162 kg
15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 612 kg
Þorskur 235 kg
Langa 226 kg
Karfi 68 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.189 kg
15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 488 kg
Ýsa 80 kg
Langa 71 kg
Steinbítur 60 kg
Skarkoli 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 722 kg

Skoða allar landanir »