Ísfisktogarinn Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag með nýjan skipstjóra í brúnni, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Valgarður Freyr Gestsson fór sinn fyrsta túr sem skipstjóri en hann hefur verið fyrsti stýrimaður Gullvers í ein tvö ár.
Afli Gullvers að þessu sinni er 80 tonn, þar af eru 58 tonn þorskur og tæp 20 tonn af ýsu. Valgarður segir þennan fyrsta túr sinn hafa gengið ágætlega en ýsan hafi þó látið eltast við sig.
„Við byrjuðum á Tangaflaki og síðan var haldið á Gletting en ýsuveiðin var takmörkuð þar,“ segir Valgarður. „Þá var siglt norður á Digranesflak og þar tekin þrjú hol en aflinn var að mestu þorskur á þeim slóðum. Þá var haldið suður eftir í ýsuleit og byrjað á Gerpisflaki og endað á Gauraslóð með heldur litlum árangri.“ Hann segir jafnframt að áhöfn Gullvers sé ekki ein um að eltast svona við fiskinn því víða sé kvartað undan ýsufæð þessa dagana.
Valgarður segist sérstaklega ánægður með áhöfnina. „Þetta var minn fyrsti túr sem skipstjóri og það er auðvelt að vera skipstjóri á skipi þar sem er samheldin og góð áhöfn,“ segir hann. „Á Gullveri er flottur mannskapur.“
Þegar löndun er lokið verður haldið til Neskaupstaðar til að sinna viðhaldi á skipinu. Aftur verður siglt á miðin á fimmtudagskvöld.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
